Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2013 | 22:45

PGA: Scott sigraði á The Barclays

Það var Ástralinn Adam Scott sem sigraði á The Barclays.

Hann lék Liberty National golfvöllinn í New Jersey á samtals 11 undir pari, 273 höggum (69 66 72 66).  Það var einkum glæsilokahringur Scott upp á 66 högg, sem tryggði honum sigurinn.

Jafnir í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Scott voru: Tiger Woods, Justin Rose, Graeme DeLaet og forystumaður gærdagsins Gary Woodland, allir á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á The Barclays SMELLIÐ HÉR: