Brúin bjargaði erninum – Myndskeið
Scott Brown var að spila par-4 16. brautina á The Barclays á opnunarhring sínum s.l. helgi á Liberty National vellinum í New Jersey. Brown er bandarískur kylfingur sem hefur verið á PGA Tour frá árinu 2012 þegar honum vegnaði ekkert vel og fékk því aðeins takmarkaðan spilarétt á túrnum 2013. Hins vegar vann hann Puerto Rico Open nú í mars á þessu ári og þarf því ekki að hafa áhyggjur af kortinu sínu á PGA Tour til ársins 2015. En aftur að Barclays …. og höggi Brown á 16. Ekki vildi til betur en svo en að teighöggið hans fór í brú sem þarna er yfir vatnshindrun og viti menn Lesa meira
Steikur fyrir holu í höggi
Þeir hjá PGA í Tennessee hafa gert samning við Omaha Steaks, um að sérhver kylfingur sem fer holu í höggi á golfvelli hvers klúbbur er félagi í PGA í Tennessee fá 4 fríar filet mgnon steikur frá Omaha Steaks. Vá, dragið fram grillið og rauðvínsflöskuna! Nokkuð sem vel mætti taka til fyrirmyndar hér á landi! Að vísu er skilyrði fyrir að fá steikurnar að viðkomandi „einherji“ verði að hafa slegið draumahöggið á holu sem er lengri en 150 yarda (þ.e. 137 metra!)
Tiger styrkir ekki indíána í ár!
Sökum meiðsla í baki, sem Tiger kenndi um of mjúku rúmi á hóteli hefir hann nú dregið sig úr styrktarmóti vinar síns Notah Begay, sem fram fer árlega á Turning Stone Resort til styrktar indíánum, en Tiger hefir verið fastagestur í mótinu undanfarin ár. Bakið var farið að plaga hann svo ililega á The Barclays að hann fór niður á hnén á lokaholum mótsins vegna verkja, sárþjáður. Engu að síður náði hann að verða í 2. sæti! Glæsilegur árangur það!!! „Þó við (þ.e. Begay og indíánarnir) séu vonsviknir að Tiger nái ekki að spila í mótinu á þessu ári þá er mikilvægast fyrir Tiger að sjá til þess að hann Lesa meira
Dýr á golfvöllum: Rebbi leikur sér í golfi – Myndskeið
Hér á Golf 1 höfum við ósjaldan fjallað um dýr á golfvöllum. Hér er eitt skemmtilegt myndskeið um ref nokkurn sem hreyfir bolta á flöt enda þessi hvíti, litli hnöttótti, hlutur alveg ómótstæðilegur. SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn Ágúst Friðfinnsson – 27. ágúst 2013
Það er Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kristinn Ágúst fæddist 27. ágúst 1953 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!!! Hann er kvæntur Önnu Margréti Guðmundsdóttur og á 4 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Kristinn Ágúst Friðfinnsson · (60 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með merkisafmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Don Pooley, 27. ágúst 1957 (56 ára); Bernhard Langer, 27. ágúst 1957 (56 ára) ; Pat Gower, 27. ágúst 1968 (45 ára); Blake Adams 27. ágúst 1975 (38 ára); Hafdís Su 27. ágúst 1977 (36 ára); Richard Sterne, 27. ágúst 1981 (32 ára); Birdie Kim, 27. Lesa meira
Heimslistinn: Fleetwood upp um 110 sæti!
Sigurvegari Johnnie Walker mótsins á Gleneagles í Skotlandi s.l. helgi, Tommy Fleetwood er hástökkvari vikunnar á heimslistanum þessa vikuna, en hann fer úr 272. sætinu sem hann var í fyrir mótið upp um heil 110 sæti í 162. sætið!!! Sigurinn á Johnnie Walker er fyrsti sigur Fleetwood á Evrópumótaröðinni. Sigurvegari The Barclays, ristamótsmeistarinn ástralski Adam Scott gerir það líka gott, er kominn í 2. sæti heimslistans og er það eina breytingin á topp-12 heimslistans í þessari viku, fyrir utan auðvitað að Phil og Rory færast niður um 1 sæti í kjölfarið Phil Mickelson kominn í 3. sætið og Rory McIlroy orðinn nr. 4. Scott tryggði sér sigurinn á The Barclays fyrsta Lesa meira
Ólafur Björn hefur leik í Pinehurst í dag
Ólafur Björn Loftsson, NK, hefur keppni í dag á Mid Pines Classic mótinu sem er hluti eGolf-mótaraðarinnar. Á facebook síðu sinni segir Ólafur Björn m.a. um þátttökuna í mótinu: „(Á morgun] þ.e. Í dag tek ég þátt í móti á eGolf mótaröðinni í Pinehurst í Norður-Karólínu. Mótið fer fram á Mid Pines vellinum sem er stórskemmtilegur enda töluvert öðruvísi en flestir hefðbundnir golfvellir í Bandaríkjunum. Brautirnar eru breiðar og það er enginn kargi á vellinum. Allt fyrir utan brautina er þó sandhólar og þéttur skógur. Völlurinn er tiltölulega þægilegur af teig en þeim mun erfiðar á og í kringum flatirnar. Þær eru harðar, allar uppbyggðar og ýta öllu frá sér. Járnahöggin Lesa meira
Sveitakeppni GSÍ 2013: Þrír Íslandsmeistaratitlar til GR!
Nú um helgina fór fram Sveitakeppni GSÍ í flokkum eldri kylfinga og í unglingaflokkum. Fyrsta deild eldri kylfinga lék á Jaðrinum á Akureyri. Nú fyrr í dag var Golf 1 með frétt um að sveit GR í 1. flokki eldri kvenkylfinga hefði orðið Íslandsmeistari 2013 eftir hörkuspennandi úrslitaleik við GK, sem fór 2-1. Kvennasveiti GR sigraði þriðja árið í röð. En það voru fleiri sveitir GR-inga sem voru sigursælar. Sveit GR í 1. flokki eldri karla varð sömuleiðis Íslandsmeistari en sveitin var skipuð þeim: Einari Long, Garðari Eyland, Herði Sigurðssyni, Jóni Hauki Guðlaugssyni, Rúnari S. Gíslasyni, Sigurði Hafsteinssyni, Skarphéðni Skarphéðinssyni og Sæmundi Pálssyni. Spilandi liðstjóri var Garðar Eyland. Karlasveitin sem meira og Lesa meira
Meint sambandsslit RoCa borin tilbaka
RoCa er ný stytting á nöfnum turtildúfanna Rory McIlroy og Caroline Wozniacki (og fyrir þá sem ekki vita það þýðir RoCa klettur á spænsku en svo traust er samband þeirra að það virðist byggt að öllu leyti á bjargi en ekki sandi!!!) Í dagblaðinu „Independant „stóð nú s.l. laugardag: „Caroline Wozniacki er „algerlega miður sín“ eftir sambandsslitin við kylfinginn Rory McIlroy! Bíddu, hvað? Það er satt. Það hefir verið í fréttum að parið væri skilið að skiptum. Í Independant sagði m.a. að Rory hefði átt frumkvæðið að sambandsslitunum, en hefði ekki farið í fréttirnar með það enn. Vitnað var í heimildarmann náinn RoCa sem sagði: „Þau eru þátíð, þetta er Lesa meira
Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ fer fram 5.-6. september n.k.
Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ verður haldið þann 5. og 6. september, í níunda sinn. Fyrirhugað var að mótið færi fram daganna 29. og 30. ágúst en vegna slæmrar veðurspár hefur mótinu verið frestað um viku. Mótið er boðsmót þar sem leikmenn vinna sér inn þáttökurétt með góðum árangri á Unglingamótaröð GSÍ ásamt því að Klúbbmeisturum GKJ er boðin þáttaka. Leikin verður forleikur á fimmtudeginum og síðan verður Unglingaeinvígið í Mos leikið á föstudeginum. Þar munu 10 unglinga hefja leik. Mótið fer fram á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ og er haldið af Golfklúbbnum Kili. Mótið er leikið eftir svokölluðu shoot out fyrirkomulagi þar sem 10 leikmenn leggja af stað og fellur einn leikmaður Lesa meira








