Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2013 | 14:00

Rory hringdi bjöllunni við opnun verðbréfamarkaðarins í NY

Nr. 3 á heimslistanum, Rory McIlroy, varð þess heiðurs aðnjótandi í morgun „að opna“ verðbréfamarkaðinn í New York (þ.e. NYSE = New York Stock Exchange).

Það er gert á hverjum morgni með því að hringja NYSE bjöllunni.

Rory hringdi sem sagt NYSE bjöllunni í morgun!