Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2013 | 11:30

Sveitakeppni GSÍ 2013: Sveit GR sigraði í 1. flokki eldri kvenna!

Það var sveit GR sem hafði betur gegn sveit GK í úrslitaleik í sveitakeppni GSÍ, í 1. flokki eldri kvenna á Jaðrinum.

Það eru því GR-konur sem eru Íslandsmeistarar í 1. flokki eldri kvenna í sveitakeppni GSÍ 2013!!!

Sveit Íslandsmeistara GR í 1.flokki kvenna skipa: Steinunn Sæmundsdóttir,  Ásgerður Sverrisdóttir, Guðrún Garðars, Jóhanna Bárðardóttir, Magrét Geirsdóttir, Stefanía Margrét Jónsdóttir. Liðsstjóri: Halldór B. Kristjánsson

Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

1. sæti sveit GR (Íslandsmeistarar 2013!!!)

2. sæti sveit GK

3. sæti  sveit GKJ

4. sæti sveit NK

5. sæti sveit GKG

6. sæti sveit GS

7. sæti sveit GKB

8. sæti sveit GA