Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2013 | 15:00

GÍ: Guðbjörn Salmar og Gunnsteinn unnu í styrktarmóti Pim og Inga

Styrktarmót Pim og Inga var haldið á Tungudalsvelli laugardaginn 24. ágúst.

Mótið var haldið til styrktar kaupum á línuhraðal fyrir Landsspítala Ísland.

Þess má geta að styrktarmótið gaf af sér kr. 324.500.  Mótsgestir fengu veitingar milli umferða og eftir mótið og þakka mótsgestir kærlega fyrir sig.

Keppt var í puntakeppni í einum flokki og veitt verðlaun fyrir besta skor í karla og kvennaflokki.

Úrslit

Punktakeppni:

  1. Guðbjörn Salmar Jóhannsson 39 punktar
  2. Magnús Gautur Gíslason 38 punktar
  3. Valtýr Gíslason 36 punktar

 

Besta skor í karlaflokki: Gunnsteinn Jónsson á pari vallarins 70 höggum

Besta skor í kvennaflokki: Anna Guðrún Sigurðardóttir á 98 höggum

 

Nándarverðlaun á 6. braut: Gunnsteinn Jónsson

Nándarverðlaun á 7 braut: Guðni Ólafur Guðnason

Nándarverðlaun á 15. og 16. braut: Jón Halldór Oddsson