Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2013 | 10:00

Ko ekkert á að gerast atvinnumaður

Lydia Ko, 16 ára,  vann s.s. allir vita  CN Canadian Women´s Open 2. árið í röð, í gær (25. ágúst 2013)  Sigurinn er sögulegur þar sem hún er eini áhugamaðurinn sem unnið hefir 2 titla á LPGA.

Eftir sigurinn í gær sagði hún að það fengi hana til að hugsa meira um það að gerast atvinnumaður, en sigurbikarinn og tæpar $ 40 milljónir íslenskar krónur, sem hún verður af í verðlaunafé hafa engin áhrif á ákvörðun hennar.

Ko vann með 5 högga mun á Karine Icher í  Royal Mayfair Golf Club í Edmonton, en það er engu að síður Icher sem hlýtur sigurtékkann.

Ko hefir átt 4 aðra topp-10 árangra á LPGA á þessu keppnistímabili og er að kasta frá sér hundruðum þúsunda dollara í verðlaunafé, en í febrúar á þessu ári sagði hún ákveðin að hún ætlaði að bíða í 2 ár með að gerast atvinnumaður, eða þar til hún yrði 18 ára.

„Vitið þið, ég hef alltaf sagt að ég sé að hugsa um það (að gerast atvinnumaður) og svarið er það sama nú,“ sagði Ko við blaðamenn eftir 2. sigur sinn á LPGA og eftir glimmrandi góðan lokahring upp á 6 undir par, 64 högg.

„Ekkert hefir breyst s.l. 72 klst. Ég er ánægð í augnablikinu.“

„Þessi sigur fær mig til að hugsa minn gang, sem er ágætt í augnablikinu.“