Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2013 | 09:00

Milljón dollara fyrir ás!

Jeff nokkur Barton tíaði upp 9. holu á Corley’s Albuquerque Lincoln Volvo Golf mótinu s.l. fimmtudag í New Mexico, Bandaríkjunum  í von um að fá ás og hljóta þar með hvorki meira né minna en 1 milljón dollara. Líkurnar á að þetta tækist voru 1 á móti 12500. Það var East Mountain menntaskólinn in Sandia Park, N.M., sem stóð fyrir mótinu, en mótið  fór fram í  Paa-ko Ridgegolfklúbbnum. Þátttökugjaldið í mótið  var fremur hátt eða  $125 (eða u.þ.b. 15.000 íslenskar krónur) en á móti kom að þátttakendur áttu færi á að hljóta annað hvort Lincoln MKZ Hybrid eða 1 milljón bandaríkjadollara (þ.e. 125 milljónir íslenskra króna), sem mótshaldarar höfðu tryggingu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2013 | 08:00

Rickie í hlutverki Dick Fowler PI

Nýjustu auglýsingarnar frá Farmers Insurance hafa vakið það mikla athygli að farið er að skrifa um þær í golffréttamiðlum á Íslandi. Í meðfylgjandi myndskeiði kemur nr. 34 á heimslistanum, stjörnukylfingurinn og Golf Boys-inn Rickie Fowler fram í hlutverki Dick Fowler PI, reglueinkaspæjara- og varðar í golfi. Hann refsar kylfingum,  sem eru að tala í símann á golfvellinum eða laga ekki eftir sig kylfuför, eftirminnilega. Farsímar eru sprengdir í loft upp  og torfusneplum troðið upp í kylfinga. Hér má sjá myndskeið með golfeinkaspæjaranum Dick Fowler PI alias Rickie Fowler SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2013 | 00:30

Ólafur úr leik

Ólafur Björn Loftsson, NK, komst ekki í gegnum niðurskurð á Mid Pines Classic  mótinu í Pinehurst í Norður-Karólínu, en mótið er hluti eGolf mótaraðarinnar. Ólafur var á parinu í gær en á 2 yfir pari í dag og því samtals á 2 yfir pari. Niðurskurður miðaður við samtals 1 undir pari. Skor í mótinu voru mjög lág en til marks um það eru efstu menn mótsins, Bandaríkjamennirnir Jordan Walor og TJ Howe á samtals 10 undir pari eftir 2. dag og munar 12 höggum á þeim og Ólafi. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Mid Pines Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2013 | 17:00

Mickelson kennir Súperman golf

Fyrir 20 árum síðan voru sjónvarpsþættirnir um Lois og Clark, þ.e. Súperman vinsælt sjónvarpsefni. Í einum þættinum er Súperman á æfingasvæðingu og gengur ekkert allt of vel.  Hann rétt nær 50 yarda markinu í einu höggi. Týpískur byrjandi! Í básnum við hliðina á honum er Phil Mickelson að æfa sig og fer að skipta sér af æfingum Súperman og gefa honum góð ráð. En hann veit ekki að hann á í höggi við ofurhetju og síðasta golfhögg Súperman færi í sögubækurnar, ef ofurkraftar hefðu ekki verið með í spilinu! Hér má sjá skemmtilegt myndskeið af ungum Phil Mickelson að kenna Súperman golf SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2013 | 15:00

Græni jakki Horton Smith til sölu

Sá fyrsti til að vinna græna jakkann á The Masters risamótinu á Augusta National var Horton Smith. Fyrsti græni jakkinn hefir verið óslitið í eigu fjölskyldu Horton frá því hann lést 1963, fyrir 50 árum, og hangið ónotaður í klæðaskáp, en nú er hann til sölu á www.greenjacketauctions.com. Byrjað var að taka við boðum í hann nú um helgina og höfðu þá þegar borist boð upp á $60,000, en talið er að jakkinn fari ekki undir $100,000 (u.þ.b. 12 milljónir íslenskra króna). Opinberlega hefir græna jakka athöfnin farið fram frá árinu 1949, þegar Sam Snead hlaut græna jakkann, en farið var að úthluta jökkunum fyrr, þ.e. 1934 og 1936 og er fyrsti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingar dagsins: Gísli Rafn Árnason og Butch Harmon – 28. ágúst 2013

Það eru Gísli Rafn Árnason og Butch Harmon sem eru afmæliskylfingar dagsins. Jóhann er fæddur 28. ágúst 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Butch, sem kennt hefir öllum helstu stórstjörnum golfsins er fæddur 28. ágúst 1943 og á því 70 ára merkisafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Jóhanns til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:   Gísli Rafn Árnason (40 ára)   Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  David Whelan, 28. ágúst 1961;  Lee McLeod Janzen, 28. ágúst 1964; Yugi Igarashi, 28. ágúst 1968;   Joakim Haeggman 28. ágúst 1969 (43 ára) …. og …. Jóhann Árelíuz (61 árs) Pétur Hrafnsson (47 ára) Golf 1 óskar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2013 | 11:00

GKG: Stella Open 17 tíma mót!

Stella Open er langstærsta mót sumarsins en 234 keppendur voru skráðir til leiks, þar af 19 konur, en 222 luku keppni, þar af 17 kvenkylfingar. Það fór líka svo að dagurinn dugaði vart til að klára mótið, síðasta hollið var með fimm framverði sem fylgdust með keppendum slá, heyrðu boltana detta og gengu á hljóðið, svo tæpt var það að klára mótið fyrir myrkur … en það tókst þökk sé frábæru teymi sjálfboðaliða GKG! Úrlist mótsins í höggleik voru eftirfarandi: Sigurjón Arnarson, 73 högg Hlynur Þór Stefánsson, 73 högg Kristján Þór Einarsson, 74 högg Af konunum 19 stóð Arnfríður I. Grétarsdóttir, GG, sig best en hún spilaði Leirdalsvöll á 95 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2013 | 10:00

Súkkulaðiframleiðandi styður golfið!

Lindt konfekt- og súkkulaðiframleiðandinn á Ítalíu, sem er dótturfyrirtæki Lindt risans svissneska hefir tilkynnt að fyrirtækið muni verða helsti bakhjarl og styrktaraðili 70. Opna ítalska sem fram fer í Tórínó 19.- 22. september n.k., en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Fabrizio Parini, yfirmaður Lindt á Ítalíu sagði m.a. við það tilefni: „Lindt  á Italíu hefir kosið að styrkja 70. Opna ítalska vegna þess að við deilum gildum golfsins, sem eru í samhljómi við hefð, sögu og glæsileika. Í 160 ár hefir fyrirtæki okkar verið þekkt af miklum gæðum súkkulaðsins sem er framleitt á hverjum degi af  Maître Chocolatier-num okkar, af sömu ástríðu og sem drífur þá áfram sem velja sér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2013 | 09:00

Kim með hring upp á 63!

Ha-Neul Kim er kylfingur sem ekki margir hérlendis kannast við.  Að minnsta kosti ekki þeir sem ekki fylgjast þeim mun betur með kvennagolfinu. Það eru tveir frægir Suður-Kóreanar sem heita Ha-Neul Kim. Ein er leikkona, hin kylfingur. Það er mjög auðvelt að víxla þeim tveimur saman vegna þess að kylfingurinn er allt eins falleg og leikkonan. Kylfingurinn Ha-Neul Kim er líka mjög góð í því sem hún gerir. Reyndar…. vann hún nú nýlega (sunnudaginn 25. ágúst s.l.) í eitt skiptið einn, þ.e. á MBN KYJ Golf Ladies Open á kóreanska LPGA (skammst. KLPGA). Þetta var fyrsti sigur Kim 2013, en sá 8. á ferli hennar á KLPGA. En þetta er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2013 | 01:00

Ólafur á parinu eftir 1. dag

Ólafur Björn Loftsson, NK, hóf í dag keppni í Pinehurst í Norður-Karólínu á Mid Pines Classic mótinu, en mótið er hluti eGolf mótaraðarinnar. Þátttaka Ólafs Björns í keppninni er liður í undirbúningi hans fyrir úrtökumót á Web.com og Evrópumótaröðina. Þátttakendur í mótinu eru 136. Ólafur byrjaði á pari þ.e. 71 höggi – fékk 3 fugla, 13 pör, 1 skolla og 1 skramba. Efstur í mótinu eftir 1. dag eru Bandaríkjamennirnir TJ Howe og Jordan Waylor en þeir léku báðir á 7 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Mid Pines Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: