Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2013 | 17:00

Mickelson kennir Súperman golf

Fyrir 20 árum síðan voru sjónvarpsþættirnir um Lois og Clark, þ.e. Súperman vinsælt sjónvarpsefni.

Í einum þættinum er Súperman á æfingasvæðingu og gengur ekkert allt of vel.  Hann rétt nær 50 yarda markinu í einu höggi. Týpískur byrjandi!

Í básnum við hliðina á honum er Phil Mickelson að æfa sig og fer að skipta sér af æfingum Súperman og gefa honum góð ráð.

En hann veit ekki að hann á í höggi við ofurhetju og síðasta golfhögg Súperman færi í sögubækurnar, ef ofurkraftar hefðu ekki verið með í spilinu!

Hér má sjá skemmtilegt myndskeið af ungum Phil Mickelson að kenna Súperman golf SMELLIÐ HÉR: