
Græni jakki Horton Smith til sölu
Sá fyrsti til að vinna græna jakkann á The Masters risamótinu á Augusta National var Horton Smith.
Fyrsti græni jakkinn hefir verið óslitið í eigu fjölskyldu Horton frá því hann lést 1963, fyrir 50 árum, og hangið ónotaður í klæðaskáp, en nú er hann til sölu á www.greenjacketauctions.com.
Byrjað var að taka við boðum í hann nú um helgina og höfðu þá þegar borist boð upp á $60,000, en talið er að jakkinn fari ekki undir $100,000 (u.þ.b. 12 milljónir íslenskra króna).
Opinberlega hefir græna jakka athöfnin farið fram frá árinu 1949, þegar Sam Snead hlaut græna jakkann, en farið var að úthluta jökkunum fyrr, þ.e. 1934 og 1936 og er fyrsti jakkinn svo sannarlega í eigu Horton Smith.
Smith fæddist í Springfield, Missouri 22. maí 1908. Hann gerðist atvinnumaður 18 ára og vann fyrsta mótið sitt Oklahoma City Open, 1928.
Árið 1929 vann Smith 8 titla.
Þetta var tími útþennslu atvinnumennskunnar í golfi og endurskipulagningar leiksins.
PGA Tour var stofnuð 1934 og Smith var þegar þá var komið einn af fremstu kylfingum heims, var m.a. í 1. sæti á peningalista PGA Tour 1936. Hann vann alls 32 PGA Tour titla á ferli sínum, þann síðasta 1941.
Smith vann tvívegis á risamótum og báðir komu á Masters risamótinu; sá fyrri á fyrsta mótinu 1934 og 2. sigurinn 1936.
Horton Smith spilaði á hverju ári á the Masters þar til hann dó 15. október 1963 þ.e. fyrir 50 árum.
Smith spilaði líka fyrir lið Bandaríkjanna í Ryder Cup 5 sinnum: 1929, 1931, 1933, 1935, og 1937. Ferill hans á Ryder Cup vars 3-0-1, eini svarti bletturinn á ferlinum 1/2 vinningur í tvímenningi gegn Bill Cox árið 1935 í Ridgewood Country Club í New Jersey.
Smith varð líka frægur fyrir að vera eini kylfingurinn til þess að bera sigurorð af Bobby Jones árið 1930 (í Savannah Open), árið sem Jones hlaut Grand Slam.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024