Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2013 | 00:30

Ólafur úr leik

Ólafur Björn Loftsson, NK, komst ekki í gegnum niðurskurð á Mid Pines Classic  mótinu í Pinehurst í Norður-Karólínu, en mótið er hluti eGolf mótaraðarinnar.

Ólafur var á parinu í gær en á 2 yfir pari í dag og því samtals á 2 yfir pari. Niðurskurður miðaður við samtals 1 undir pari.

Skor í mótinu voru mjög lág en til marks um það eru efstu menn mótsins, Bandaríkjamennirnir Jordan Walor og TJ Howe á samtals 10 undir pari eftir 2. dag og munar 12 höggum á þeim og Ólafi.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Mid Pines Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: