Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2013 | 09:00

Kim með hring upp á 63!

Ha-Neul Kim er kylfingur sem ekki margir hérlendis kannast við.  Að minnsta kosti ekki þeir sem ekki fylgjast þeim mun betur með kvennagolfinu.

Það eru tveir frægir Suður-Kóreanar sem heita Ha-Neul Kim. Ein er leikkona, hin kylfingur. Það er mjög auðvelt að víxla þeim tveimur saman vegna þess að kylfingurinn er allt eins falleg og leikkonan.

Kylfingurinn Ha-Neul Kim er líka mjög góð í því sem hún gerir. Reyndar…. vann hún nú nýlega (sunnudaginn 25. ágúst s.l.) í eitt skiptið einn, þ.e. á MBN KYJ Golf Ladies Open á kóreanska LPGA (skammst. KLPGA).

Þetta var fyrsti sigur Kim 2013, en sá 8. á ferli hennar á KLPGA. En þetta er 2. sigur Kim á árinu, því hún ásamt nr. 1 á heimslistanum, löndu sinni og vinkonu Inbee Park spiluðu saman í Mission Hills World Ladies Championship í Kína.

Sigur Kim á MBN KJY var líka sérlega glæsilegur þar sem hún var með lokahring upp á 63 högg, sem var það sem þurfti til að sigra!!!