Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2013 | 10:00

Súkkulaðiframleiðandi styður golfið!

Lindt konfekt- og súkkulaðiframleiðandinn á Ítalíu, sem er dótturfyrirtæki Lindt risans svissneska hefir tilkynnt að fyrirtækið muni verða helsti bakhjarl og styrktaraðili 70. Opna ítalska sem fram fer í Tórínó 19.- 22. september n.k., en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Fabrizio Parini, yfirmaður Lindt á Ítalíu sagði m.a. við það tilefni: „Lindt  á Italíu hefir kosið að styrkja 70. Opna ítalska vegna þess að við deilum gildum golfsins, sem eru í samhljómi við hefð, sögu og glæsileika. Í 160 ár hefir fyrirtæki okkar verið þekkt af miklum gæðum súkkulaðsins sem er framleitt á hverjum degi af  Maître Chocolatier-num okkar, af sömu ástríðu og sem drífur þá áfram sem velja sér golf að lífsstíl.“  t

George O’Grady, aðalframkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar sagði m.a. við framangreint tilefni: „Við erum hæstánægð að bjóða Lindt á Ítalíu velkomin sem styrktaraðila  Open de Italia á þessu stórafmælisári mótsins, en er nú haldið í 70. sinn.“

Aðrir styrktaraðilar afmælismótsins eru: Pininfarina, Genworth , BNL and Diasorin. Official Car: Jaguar. Official Carrier: Italo. Styrktarðaðilar Pro-Am hlutans: Mario Mele & Partners. Official Champagne: Laurent Perrier. Media Partner: Sky, QN e RTL.

Þeir sem sjá mótinu fyrir útbúnaði eru: Acqua Eva, Aon, Canon, Carlo Fiori, Follador Vino, Maui Jim, Moving car, Peviani, Robe di Kappa, Titleist, + Energia

Gonzo

Gonzo

Á síðasta ári vann Spánverjinn Gonzalo Fernandez-Castaño Opna ítalska og €1.5 milljóna sigurtékkann, eftir sérlega glæsilegan lokahring upp á 64 högg, en þetta var 6. sigur „Gonzo“ á Evróputúrnum.