Ólafur Björn Loftsson, NK. Foto gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2013 | 01:00

Ólafur á parinu eftir 1. dag

Ólafur Björn Loftsson, NK, hóf í dag keppni í Pinehurst í Norður-Karólínu á Mid Pines Classic mótinu, en mótið er hluti eGolf mótaraðarinnar.

Þátttaka Ólafs Björns í keppninni er liður í undirbúningi hans fyrir úrtökumót á Web.com og Evrópumótaröðina.

Þátttakendur í mótinu eru 136. Ólafur byrjaði á pari þ.e. 71 höggi – fékk 3 fugla, 13 pör, 1 skolla og 1 skramba.

Efstur í mótinu eftir 1. dag eru Bandaríkjamennirnir TJ Howe og Jordan Waylor en þeir léku báðir á 7 undir pari, 64 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Mid Pines Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: