Gallacher á gjörgæslu
Fyrrum Ryder Cup fyrirliðinn, Skotinn Bernard Gallacher (1995) er kominn á gjörgæslu eftir hjartaáfall, sem hann fékk í gær í Aberdeen. Frændi Bernhard, sem leikur á Evrópumótaröðinni, Stephen Gallacer, sem varð í 2. sæti á Johnnie Walker mótinu í s.l. viku í dró sig úr Wales Open í gær. Hann sagði m.a. um líðan frænda síns: „Mér skilst að ástand hans sé krítískt en hann sé stöðugur nú.“ Bernhard Gallacher gerðist atvinnumaður í golfi 1967. Tveimur árum síðar varð hann sá yngsti til að sigra á British PGA Championship, þá 20 ára og 97 en það var aldursmet sem stóð þar til Matteo Manassero vann á Wentworth í sumar þá 20 ára, 37 Lesa meira
Golfbrettin það nýjasta!
Það allra nýjasta á golfvöllum eru golfbrettin, sem notuð eru til þess að komast á milli teiga. Reyndar eru brettin það ný af nálinni að þau hafa ekki enn hlotið mikla útbreiðslu enn. Þau eru engu að síður skemmtileg viðbót við golfbíla eða golfsvifnökkva. Golfbrettin eru svipuð snjóbrettum eða sjóbrettum og hafa marga kosti umfram hefðbundna golfbíla. Fyrir utan hvað það er skemmtilegt að þeysa á milli teiga á bretti, þá valda þau m.a. 30% minna þrýstingi og skemmdum á golfvellinum. Ókostur brettanna umfram golfbíla er að þar er enginn standur fyrir drykki og svo er ósköp notalegt koma sér í bílinn ef spilað er í rigningu eða þaðan af Lesa meira
Viðtal við þann kynþokkafyllsta
Hér á eftir má sjá viðtalsbrot við Adam Scott, sem nú nýlega var kjörinn kynþokkafyllsti kylfingurinn í 3000 manna skoðanakönnun. Scott sigraði í 1. móti FedExCup mótaraðarinnar The Barclays síðustu helgi og hefur í dag leik í 2. mótinu Deutsche Bank Championship, sem fram fer í Norton, Massachusetts á TPC Boston golfvellinum. Í viðtalinu við Scott kemur m.a. fram að hann sé fullur sjálfstrausts eftir sigurinn s.l. helgi og viti betur heldur en fyrir 10 árum hvað þurfti til sigurs í stórmóti sem The Barclays og Deutsche Bank Championship. Til þess að sjá myndskeið af viðtalinu við Scott SMELLIÐ HÉR:
Asía g. Evrópu í nýrri liðakeppni
Í byrjun vikunnar þ.e. mánudaginn s.l. fór sú frétt eins og eldur í sinu um golfheimspressuna að verið væri að stofna til nýrrar keppni byggð að öllu leyti á Ryder Cup fyrirkomulaginu nema hvað liðin sem keppa myndu, myndu vera frá Asíu og Evrópu. Mótið mun verða haldið 2. hvert ár í Malasíu. Keppt verður um $ 4 milljónir (þ.e. um 1/2 milljarð íslenskra króna) og verða 10 kylfingar hvorrar heimsálfu sem mætast í fyrsta sinn 28. mars n.k. Mótið fer fram í Glenmarie Golf and Country Club nálægt Kuala Lumpur. Forsvarsmenn vona að keppnin verði jafn vinsæl og Ryder Cup. Þannig sagði formaður Asian Tour Kyi Hla Han: „Ég Lesa meira
Evróputúrinn: Kofstad efstur
Norski „frændi okkar“ Espen Kofstad er eftir 1. dag á ISPS Handa Wales Open. Hann lauk opnunarhring sínum á fugli, fugli, fugli og erni og lokaskorið hans var 7 undir pari, 64 högg. Hann hefir 2 högga forystu á Englendinginn Chris Wood og Ástralann Richard Green, sem deila 2. sætinu á 5 undir pari 66 höggum. Fyrirliði liðs Evrópu í Ryder Cup 2014, Paul McGinley átti varla til orð: „Þvílíkur endasprettur – fugl, fugl, fugl og síðan örn það er frábært sagði McGinley m.a. um frammistöðu Kofstad, en hann var í ráshóp með Norðmanninum. „Espen sló boltann milljón mílna, hitti fullt af brautum og spilaði vel og á skorið skilið.“ McGinley Lesa meira
LPGA: Safeway Classic hefst í dag
Stórmótið Safeway Classic sem styrkt er af Coca Cola hefst í dag í Pumkin Ridge í Oregon. Margir helstu kvenkylfinga heims taka þátt í mótinu, m.a. Lexi Thompson, Michelle Wie, Ai Miyazato, Yani Tseng, Suzann Pettersen, Beatriz Recari, Cristie Kerr, Laura Davies, Paula Creamer, Anna Nordqvist og Caroline Masson o.fl. Jafnvel Stacy Lewis hefir tilkynnt að hún snúi aftur til keppni en hún hætti við þátttöku í CN Canadian Open vegna vonbrigða og þreytu eftir Solheim Cup. Sú sem á titil að verja er hin japanska Mika Miyazato. Til þess að fylgjast með gegni kylfinganna á skortöflu SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Kristjánsdóttir – 29. ágúst 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Jónína Kristjánsdóttir. Jónína er fædd 29. ágúst 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Jónína er lágforgjafarkylfingur í Golfklúbbnum Keili og stendur sig vel á öllum mótum, sem hún tekur þátt í! Jónína er gift Magnúsi E. Kristjánssyni og á eina dóttur, Svanhvíti Helgu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Jónína Kristjánsdóttir GK (50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Albert Þorkelsson, 29. ágúst 1922-12. febrúar 2008 (Hefði orðið 91 árs í dag); Carl Pettersson, 29. ágúst 1977 (36 ára); Peter Uihlein, 29. ágúst 1989 Lesa meira
Amerisleep gefur Tiger nýja dýnu!
Já, það margborgar sig að vera nr. 1 á heimslistanum. Þegar Tiger hné niður á The Barclays fór sú frétt um allan heiminn. Áður var hann búinn að segja að hann væri að spila meiddur í háls, hnakka og baki vegna of mjúkrar dýnu á hóteli! Nú hefir Amerisleep rúmdýnuframleiðandinn notað tækifærið að auglýsa vöru sína og látið það spyrjast að það hafi gefið nr. 1 söluhæstu og vinsælustu dýnu sína. Eins og Tiger hafi ekki nóg efni á gæðadýnum? En engu að síður sætt af Amerisleep að ætla að hlúa með þessum hætti golfinu og heimsins besta, svo við fáum að sjá nr. 1 spila úthvíldan og ómeiddan!
Creamer og Scott kynþokkafyllst
Golf Digest stóð fyrir skoðanakönnun bæði meðal karla og kvenna og bað þá að svara þeirri spurningu hver þeim þættu vera kynþokkafyllstu kylfingarnir. Eftir umfangsmikla könnun, lá svarið fyrir: kynþokkafyllsti karlinn er Adam Scott og sú kynþokkafyllsta er Paula Creamer. Hér má sjá úrslitin: Spurning Golf Digest: Hver er kynþokkafyllsti kylfingur LPGA? Svör karla: Paula Creamer – 43% Michelle Wie – 15% Sandra Gal – 14% Suzanne Pettersen – 13% Beatriz Recari – 7% Stacy Lewis – 5% Brooke Pancake – 3% Svör kvenna: Paula Creamer – 56% Beatriz Recari – 17% Michelle Wie – 9% Stacy Lewis – 7% Suzanne Pettersen – 6% Brooke Pancake – 3% Sandra Gal Lesa meira
Charley Hull ætlar sér á LPGA
Charley Hull segir að það að hún sé hluti af sigurliði Evrópu í Solheim Cup fái sig til að finnast hún eiga heima meðal stóru stelpnanna á LPGA. Hull var yngsti þátttakandinn í Solheim Cup 2013 og halaði m.a. inn 2 vinninga fyrir Evrópu og sló í gegn! Þegar hún lítur tilbaka segir hún m.a. í viðtali við SKY Sports News: „… ég hugsa bara hef ég virkilega gert allt þetta?“ „Þetta er svo undarlegt. Maður er alla mánuðina að byggja sig upp fyrir aðeins 3 daga bæði andlega og líkamlega og svo spilar maður, sem er svo stórkostlegt.“ „Þetta er allt hálf þokukennt núna vegna alls sem gekk á. Lesa meira










