Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2013 | 11:00

GKG: Stella Open 17 tíma mót!

Stella Open er langstærsta mót sumarsins en 234 keppendur voru skráðir til leiks, þar af 19 konur, en 222 luku keppni, þar af 17 kvenkylfingar. Það fór líka svo að dagurinn dugaði vart til að klára mótið, síðasta hollið var með fimm framverði sem fylgdust með keppendum slá, heyrðu boltana detta og gengu á hljóðið, svo tæpt var það að klára mótið fyrir myrkur … en það tókst þökk sé frábæru teymi sjálfboðaliða GKG!

Úrlist mótsins í höggleik voru eftirfarandi:

  1. Sigurjón Arnarson, 73 högg
  2. Hlynur Þór Stefánsson, 73 högg
  3. Kristján Þór Einarsson, 74 högg

Af konunum 19 stóð Arnfríður I. Grétarsdóttir, GG, sig best en hún spilaði Leirdalsvöll á 95 höggum (en þess skal getið að mótið var ekki með sérverðlaun í kvnenaflokki!)

Emil Þór Ragnarsson, GKG og klúbbmeistari GÚ, er hinn raunverulegi sigurvegari Stellu Open 2013 þó hann hafi ekki hlotið nein verðlaun!

Emil Þór Ragnarsson, GKG og klúbbmeistari GÚ, er hinn raunverulegi sigurvegari Stellu Open 2013 þó hann hafi ekki hlotið nein verðlaun!

Þess má geta að Emil Þór Ragnarsson fékk heimild mótsstjórnar til að taka þátt í mótinu utan verðlaunasæta þar sem hann er ekki orðinn 20 ára. Emil gerði sér lítið fyrir og spilaði Leirdalsvöllinn á tveimur undir pari, 69 höggum og hefði unnið mótið hefði hann verið búinn að ná tilskyldum aldri. Glæsilegur árangur hjá þessu unga og efnilega kylfingi!!!

Úrslit punktakeppninnar voru eftirfarandi:

  1. Garðar Snorri Guðmundsson, 40 punktar
  2. Örn Bergmann Úlfarsson, 40 punktar
  3. Júlíus Arnarsson, 39 punktar

Arnfríður I. Grétarsdóttir, GG, stóð sig líka best í punktakeppninni af konunum var með 33 punkta (þ.e. 16 á seinni 9) en Elísabet K. Jósefsdóttir, GO, var einnig með 33 punkta (en með 14 punkta á seinni 9).

Veitt voru fjöldinn allur af vinningum fyrir hinar ýmsu stöður á brautum vallarins, hér á eftir fylgir listi yfir þá sem ekki voru við verðlaunaafhendinguna:

  • 3. braut, dregið úr X-um, Pétur Örn Johnsen (Mánaðaráskrift á Skjár Golf)
  • 16. braut, dregið úr besta skori, Haraldur Franklín Magnús (Muga Magnum, 1,5 L rauðvínsflaska)
  • 16. braut, dregið úr X-um, Eiður Stefánsson (Mánaðaráskrift á Skjár Golf)

Framangreindir aðilar geta sótt vinninga sína á skrifstofu GKG eftir helgi.

GKG vill þakka kylfingum þátttökuna, Stella umboðinu fyrir frábæra umgjörð og síðast en ekki síst öllum þeim sjálfboðaliðum sem stóðu vaktina þá 17 tíma sem mótið stóð yfir.

Heimild: GKG