Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2013 | 09:45

Charley Hull ætlar sér á LPGA

Charley Hull segir að það að hún sé hluti af sigurliði Evrópu í Solheim Cup fái sig til að finnast hún eiga heima meðal stóru stelpnanna á LPGA.

Hull var yngsti þátttakandinn í Solheim Cup 2013 og halaði m.a. inn 2 vinninga fyrir Evrópu og sló í gegn!

Þegar hún lítur tilbaka segir hún m.a. í viðtali við SKY Sports News: „… ég hugsa bara hef ég virkilega gert allt þetta?“

„Þetta er svo undarlegt. Maður er alla mánuðina að byggja sig upp fyrir aðeins 3 daga bæði andlega og líkamlega og svo spilar maður,  sem er svo stórkostlegt.“

„Þetta er allt hálf þokukennt núna vegna alls sem gekk á. Ég hljóp upp hæðina á 18. holunni og horfði þaðan á alla leikina.  Vegna þess að ég kláraði minn leik svo fljótt (í tvímenningnum á sunnudeginum) gat ég fylgst með hinum. Allar voru að halda upp á gott gengi. Þetta var bara besta nóttin nokkru sinni. „

„Það var mjög afslappað í búningsherberginu. Við hlustuðum á tónlist, jafnvel í hlénu vegna eldinga og jafnvel áður en við unnum bikarinn hækkaði Suzann músíkina og byrjaði að dansa.“

„Áður fyrr, áður en ég tók þátt í mótinu, hugsaði ég, ó Guð minn, þetta er Paula Creamer eða Ó Guð minn þetta er Suzann Pettersen en nú finnst mér ég meiri jafningi þeirra og finnst ég eiga heima meðal þeirra og hafa unnið fyrir sæti mínu meðal þeirra.

Til þess að fá að spila með átrúnaðargoðum sínum að jafnaði ætlar Charley að reyna að komast á LPGA. Hún er þegar búin að fá undanþágu til að spila (jafnvel þó hún sé aðeins 17 ára) og ætlar sér að taka þátt í 2. stigi úrtökumóts fyrir LPGA í október. Fram að því er hún upp á undanþágur styrktaraðila komin.

Pabbi Charley, David bætti við: „Jafnskjótt og hún tók upp kylfu í fyrsta sinn fór hún að slá boltann og ég hugsaði með mér: „Ég get bara ekki trúað því sem ég er að sjá!“ Eftir nokkrar vikur var hún farin að slá eins og hún hefði ekki gert neitt annað alla sína ævi. Þetta (að spila golf) er henni svo  eðlislægt.“