Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2013 | 10:30

Amerisleep gefur Tiger nýja dýnu!

Já, það margborgar sig að vera nr. 1 á heimslistanum.

Þegar Tiger hné niður á The Barclays fór sú frétt um allan heiminn. Áður var hann búinn að segja að hann væri að spila meiddur í háls, hnakka og baki vegna of mjúkrar dýnu á hóteli!

Nú hefir Amerisleep rúmdýnuframleiðandinn notað tækifærið að auglýsa vöru sína og látið það spyrjast að það hafi gefið nr. 1  söluhæstu og vinsælustu dýnu sína.

Eins og Tiger hafi ekki nóg efni á gæðadýnum?

En engu að síður sætt af Amerisleep að ætla að hlúa með þessum hætti golfinu og heimsins besta, svo við fáum að sjá nr. 1 spila úthvíldan og ómeiddan!