Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2013 | 15:00

LPGA: Safeway Classic hefst í dag

Stórmótið Safeway Classic sem styrkt er af Coca Cola hefst í dag í Pumkin Ridge í Oregon.

Margir helstu kvenkylfinga heims taka þátt í mótinu, m.a.  Lexi Thompson, Michelle Wie, Ai Miyazato, Yani Tseng, Suzann Pettersen, Beatriz Recari, Cristie Kerr, Laura Davies, Paula Creamer, Anna Nordqvist og Caroline Masson o.fl.

Jafnvel Stacy Lewis hefir tilkynnt að hún snúi aftur til keppni en hún hætti við þátttöku í CN Canadian Open vegna vonbrigða og þreytu eftir Solheim Cup.

Sú sem á titil að verja er hin japanska Mika Miyazato.

Til þess að fylgjast með gegni kylfinganna á skortöflu SMELLIÐ HÉR: