Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2013 | 19:00

Gallacher á gjörgæslu

Fyrrum Ryder Cup fyrirliðinn, Skotinn Bernard Gallacher (1995) er kominn á gjörgæslu eftir hjartaáfall, sem hann fékk í gær í Aberdeen.

Frændi Bernhard, sem leikur á Evrópumótaröðinni, Stephen Gallacer, sem varð í 2. sæti á Johnnie Walker mótinu í s.l. viku í dró sig úr Wales Open í gær.

Hann sagði m.a. um líðan frænda síns: „Mér skilst að ástand hans sé krítískt en hann sé stöðugur nú.“

Bernhard Gallacher gerðist atvinnumaður í golfi 1967.

Tveimur árum síðar varð hann sá yngsti til að sigra á British PGA Championship, þá 20 ára og 97 en það var aldursmet sem stóð þar til Matteo Manassero vann á Wentworth í sumar þá 20 ára, 37 daga ungur.