Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2013 | 10:00

Viðtal við þann kynþokkafyllsta

Hér á eftir má sjá viðtalsbrot við Adam Scott, sem nú nýlega var kjörinn kynþokkafyllsti kylfingurinn í 3000 manna skoðanakönnun.

Scott sigraði í 1. móti FedExCup mótaraðarinnar The Barclays síðustu helgi og hefur í dag leik í 2. mótinu Deutsche Bank Championship, sem fram fer í Norton, Massachusetts á TPC Boston golfvellinum.

Í viðtalinu við Scott kemur m.a. fram að hann sé fullur sjálfstrausts eftir sigurinn s.l. helgi og viti betur heldur en fyrir 10 árum hvað þurfti til sigurs í stórmóti sem The Barclays og Deutsche Bank Championship.

Til þess að sjá myndskeið af viðtalinu við Scott SMELLIÐ HÉR: