Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2013 | 06:30

Evróputúrinn: Kofstad efstur

Norski „frændi okkar“ Espen Kofstad er eftir 1. dag á ISPS Handa Wales Open.  Hann lauk opnunarhring sínum á fugli, fugli, fugli og erni og lokaskorið hans var 7 undir pari, 64 högg.

Hann hefir 2 högga forystu á Englendinginn Chris Wood og Ástralann Richard Green, sem deila 2. sætinu á 5 undir pari 66 höggum.

Fyrirliði liðs Evrópu í Ryder Cup 2014, Paul McGinley átti varla til orð: „Þvílíkur endasprettur – fugl, fugl, fugl og síðan örn það er frábært sagði McGinley m.a. um frammistöðu Kofstad, en hann var í ráshóp með Norðmanninum. „Espen sló boltann milljón mílna, hitti fullt af brautum og spilaði vel og á skorið skilið.“

McGinley tók fyrsta höggið í mótinu og var á 1 undir pari, 70 höggum.

Kofstad, 25 ára, er búinn að eiga erfitt fyrsta ár á Evrópumótaröðinni. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð í 9 skipti í röð frá apríl, en hann hefir líkt og Tiger þurft að kljást við verki í hnakka og baki.

„Þetta hafa verið mjög, mjög rólegar sl. tvær vikur,“ sagði Kofstad. „Ég hef róast aðeins en ég var mjög stressaður þar sem ég hef ekki getað æft eins mikið og ég vildi vegna hnakkameiðslanna.“

Hæst rankaði maður mótsins, Ítalinn Francesco Molinari  er aðeins í 43. sæti eftir að hafa skilað hring upp á 2 yfir pari, 73 högg.

Thongchai Jaidee, sem þarf að standa sig vel í mótinu til þess að komast í Alþjóðlega liðið í Forsetabikarnum var á parinu. Jaidee er að gera sér vonir um að verða fyrsti Thaílendingurinn til þess að spila í Forsetabikarnum, sem hefst 3. október í Dublin, Ohio, í Bandaríkjunum.

Aumingja Darren Clarke átti 2. versta hring ársins upp á 78 högg

Til þessa að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag á ISPS Handa Wales Open SMELLIÐ HÉR: