Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2013 | 12:00

Blumenherst hættir á LPGA til að geta verið með eiginmanni sínum

Amanda Blumenherst  hefir verið í tilfinningalegu ójafnvægi mikinn hluta keppnistímabilsins.

Amanda, sem sigraði á US Amateur Championship árið 2008, elskar golf og er að lifa draum, sem stúlkur um allan heim dreymir; hún spilar á LPGA, mótaröð bestu kvenkylfinga heims.

Golfið hefir verið  stærsti hluti lífs hennar, allt hennar líf …. en nú ætlar hún að hætta. Hún var farin að segja vinkonum sínum á Safeway Classic, sem fram fer í Portland, Oregon, Bandaríkjunum nú um helgina að hún ætli að hætta í lok keppnistímabilis.

Hætta á LPGA, sem allar dreynir að spila á?  Draum sem Amanda sjálf hefir átt frá blautu barnsbeini og er að rætast nú þegar hún er 26 ára?

Já, hún ætlar að henda öllu frá sér til þess að geta verið með eiginmanni sínum, hafnarboltaleikmanninum, Nate Freiman og stofna með honum fjölskyldu. Ekki ósvipað Lorenu Ochoa.

Amanda og Nate giftust 29. desember 2012, en hafa varla sést þessa 8 mánuði sem þau hafa verið gift því bæði eru með mjög stífar dagskrár og að keppa um öll Bandaríkin og Amanda reyndar um allan heim. Þetta er einfaldlega orðið of mikið fyrir Amöndu.

„Ég ætla ekki að segja að ég sé algerlega hætt, vegna þess að maður veit aldrei hvað gerist,“ sagði Amanda. „Kannski ákveð ég eftir nokkur ár að snúa aftur, þetta verður aðeins smáhlé, maður veit aldrei.“

Síðan sagði Amanda að þetta keppnistímabil hefði verið erfitt.

„Ég er farin að taka eftir því að hjarta mitt er bara ekki lengur að spila með,“ sagði Amanda „Ég bara fór í gegnum æfingarnar, en vil allan tímann vera með Nate.“

Þau hittust þegar þau voru busar í Duke háskólanum. Þegar þau voru orðnir efstubekkingar var Nate valinn íþróttamaður ársins meðal strákanna og Amanda íþróttamaður ársins meðal stelpnanna.

„Þetta var erfið ákvörðun vegna þess að golf hefir verið svo stór hluti lífs míns s.l. 20 ár. En Nate og ég höfum talað um það og beðist fyrir,“ sagði Amanda. „Ég veit alveg ákveðið nú að þetta er rétta ákvörðunin fyrir mig, þessi nýi kafli í lífi okkar.“

Amanda sagði að aðskilnaðurinn frá eiginmanni sínum, Nate hefði verið sérlega erfiður í apríl þegar hún var skuldbundin til að spila í  North Texas Shootout fyrir utan Dallas. Nate spilaði ásamt liði sínu gegn Red Sox í Fenway Park í 4 leikja leikjaröð þannig að Amanda flaug til Boston til þess að standa við hlið manni sínum mánudag, þriðjudag og miðvikudag.  Hún spilaði ekki 1 einasta æfingahring á þeim tíma og sneri tilbaka til Texas og rétt náði á réttum tíma til Dallas, m.a. vegna tafa í flugáætlun,  til þess að spila 1. hring sinn þetta fimmtudagssíðdegi.

„Nate ólst upp í Boston þannig að það var virkilega stórt fyrir hann að spila á Fenway,“ sagði Amanda. „Það var algerlega hræðilegt fyrir mig að fara frá honum en það var ekkert hægt að gera. LPGA er frábært. Ég elska að vera hluti mótaraðarinnar. Ég elska fólkið í tengslum við hana. Það er ekki að ég sé hætt að elska golf, en með þessum nýjum kafla í lífi mínu þá vil ég lifa hann, ég vil vera með Nate og vonandi, síðar eignumst við fjölskyldu. Ég vil ekki skipta tíma mínum milli golfs og fjölskyldu okkar, barna okkar.“

Hvað finnst Nate um þetta?

„Hann er íþróttamaður og hann veit hvað þarf til, til þess að standa í fremstu röð,“ sagði Amanda. „Hann hefir aldrei beðið mig um að hætta að spila, en þegar ég sagði honum ég vildi út,  þetta yrði síðasta ár mitt, þá var hann svo ánægður.“

Amanda hefir keppnisrétt á Evian Championship í næsta mánuði í Frakklandi, sem er síðasta risamót ársins í kvennagolfinu og í fyrsta sinn sem risamótin eru 5 í lengri tíma hjá konunum. Amanda ætlar að spila í því og síðan spila í Asíu í haust á LPGA mótum og síðan verður CME Group Titleholders síðasta mót hennar í bili. „Nate verður kylfuberinn minn þar,“ sagði Amanda ánægð.

Þetta er fullkominn endir á ferli Amöndu Blumenherst að spila við hlið eiginmanns síns …. a.m.k. í bili ….

Til þess að sjá umfjöllun Morning Drive um brotthvarf Amöndu Blumenherst frá LPGA SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá myndir af Amöndu í gegnum tíðina SMELLIÐ HÉR: