Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2013 | 00:30

LPGA: Inbee Park ekki með í Safeway Classic – Paula Creamer dró sig úr mótinu

Athygli vekur að nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park spilar ekki á Safeway Classic.

Hún dró sig úr mótinu s.l. þriðjudag og sagði ástæðuna vera veikindi.  Inbee sem hefir unnið 6 sinnum á keppnistímabilinu þ.á.m. fyrstu 3 risamót ársins sagði m.a. eftirfarandi í fréttatilkynningu eftir að hún dró sig úr Safeway Classic: „Ég er vonsvikin að mér sé ekki kleift að spila í Portland í þessari viku vegna veikinda. Safeway er svo sterkur stuðningsaðili mótaraðarinnar okkar og ég hlakka alltaf til að spila fyrir framan áhorfendur í Oregon.“

Önnur sem dregið hefir sig úr mótinu er Paula Creamer sem nú nýlega var valin kynþokkafyllsti kvenkylfingurinn á LPGA mótaröðinni af 3000 manna úrtaki bæði kvenna og karla. Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: 

Creamer gaf ekki upp ástæðu fyrir af hverju hún dró sig úr mótinu.