Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2013 | 19:55

LPGA: Pornanong leiðir enn á Safeway

Pornanong Phatlum frá Thaílandi leiðir á Safeway Classic mótinu nú þegar það er hálfnað.

Hún er samtals búin að leika á 14 undir pari, 130 (64 66).

Í 2. sæti sem stendur er Suzann Pettersen, sem átti glæsihring í dag upp á 63 högg, eins og Phil Mickelson!!! Samtals er Suzann búin að spila á 13 undir pari, 131 höggi (68 63).

Þó nokkrar eiga eftir að ljúka leik þegar þetta er skrifað kl. 19:55 og því getur staðan enn breyst.

Til þess að sjá stöðuna á Safeway Classic þegar mótið er hálfnað SMELLIÐ HÉR: