Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2013 | 20:00

Hunziker – módel sem spilar golf

Michelle Hunziker, 36 ára (fædd. 24. janúar 1977) varð fyrst fræg á því að vera sjónvarpsþáttastjórnandi í Sviss og Ítalíu, en er líka þekkt sem módel, söng- og leikkona.

Michelle Hunziker

Michelle Hunziker

Mamma hennar er hollensk en pabbi hennar svissnesk/þýskur.  Hunziker sjálf er ítalskur ríkisborgari.

Nú hefir Michelle tekið upp nýtt áhugamál, sem er golfið.  Engum sögum fer þó af forgjöf hennar eða mótum sem hún hefir tekið þátt í, en hún mun þó vera býsna vinsæl í Pro-Am mót og ýmis góðgerðar- og styrktarmót.

Michelle Hunziker

Michelle Hunziker

Ástæða þess að Hunziker skaut upp á stjörnuhimininn á sínum tíma er að hún var gift ítalska söngvaranum Eros Ramazotti á árunum 1998-2009 og eiga þau eina dóttur saman, Auroru Sophie, fædda 5. desember 1996.

Michelle Hunziker

Michelle Hunziker