Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2013 | 19:40

Mickelson með 63 á TPC Boston

Phil Mickelson átti glæsibyrjun á Deutsche Bank Championship á TPC Boston golfvellinum í Norton, Massachusetts.

Hann spilaði fyrri 9 á glæsilegum 7 undir pari, 28 höggum en tókst aðeins að bæta við 1 fugli á seinni 9, þannig að töfraskorið 59 náðist ekki í þetta sinn.

En engu að síður eru 63 högg stórglæsileg á TPC Boston.  Vallarmetið á TPC Boston er 61.

Tiger Woods og Adam Scott sem voru í ráshóp með Mickelson voru með 68 ig 73 högg.

Til þess að fylgjast með skorinu á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: