Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2013 | 19:00

Evróputúrinn: Uihlein efstur fyrir lokahring ISPS Handa Wales Open

Það er Titleist erfinginn bandaríski Peter Uihlein, sem hefir verið að gera það gott á Evrópumótaröðinni þetta keppnistímabil sem hefir lætt sér í efsta sætið á ISPS Handa Wales Open, sem leikið er á Ryder Cup vellinum 2010, Celtic Manor.

Nú deginum fyrir lokahringinn, er Uihlein á samtals 7 undir pari, 206 höggum (69 70 67) og hefir 3 högga forystu á þá sem næstir koma, þ.e. Frakkana Grégory Bourdy og Thomas Levet, sem báðir eru á 4 undir pari, hvor.

Þrír kylfingar deila síðan 4. sætinu hver á 3 undir pari samtals þ.e. þeir: Rafa Cabrera Bello frá Kanarí-eyjum, Hollendingurinn Joost Luiten og Svíinn Peter Hedblom.

Uihlein vann einmitt fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröðinni fyrr á árinu þ.e. á Madeira Islands Open, 19. maí s.l. þar sem sigurskor hans var 15 undir pari og hann átti 2 högg á þá Mark Tullo frá Chile og Danann Morten Örum Madsen. Skyldi Uihlein takast að vinna í 2. sinn á mótaröðinni i Wales?

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring  ISPS Handa Wales Open SMELLIÐ HÉR: