
Mikill vill meira
Jason Dufner talar í líkingamáli þegar hann talar um PGA Tour: „Það er svona 1-2 prósent sólskin á Túrnum en afganginn rignir.“
„Það er hægt að eiga algera lágpunkta hér (á Túrnum). En ef litið er á hina strákana þá gerir maður sér grein fyrir að allir ganga í gegnum slæma tíma.“
En það eru einmitt slæmu tímarnir sem gera þá góðu þeim mun sérstakari og það er ekki langt síðan að Dufner átti einn slíkan hápunkt ferils síns – sigur á PGA Championship í Oak Hill CC.
Aðeins viku eftir að Dufner sneri aftur heim til sín í Auburn, Alabama var hann aftur farinn að keppa þ.e. á Liberty National GC á 1. móti FedExCup umspilsins, the Barclays. Þar lauk hann leik T-37, þ.e. deildi 37. sætinu með öðrum kylfingum og nú er hann í 2. umferð umspilsins Deutsche Bank Championship. Eftir 1. hring á föstudeginum er Dufner T-11, spilaði á 5 undir pari, 66 högg.
„Eftir að hafa sigrað á einu risamóti er ég orðinn aðeins hungraðri og meiri keppnismaður, ég vil vinna fleiri mót, fleiri risamót, verða hluti af Ryder Cup liðinu og Forsetabikarskeppninni,“ sagði Dufner m.a.
Já, mikill vill meira!!!
Hér er í máli og myndum 19 hlutir sem þið ættuð að vita um Jason Dufner SMELLIÐ HÉR:
Hér má sjá sveiflu Jason Dufner brotna niður SMELLIÐ HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi