Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2013 | 19:15

Evróputúrinn: Bond efstur í hálfleik

Heimamaðurinn Liam Bond hefir tekið forystuna á ISPS Wales Open, en hann er samtals búinn að spila á samtals 5 undir pari, 137 höggum (69 68) eftir 2 hringi.

Í 2. sæti á 4 undir pari, 1 höggi á eftir Bond eru forystumaður gærdagsins Espen Kofstad frá Noregi og Tjaart Van Der Walt frá Suður-Afríku.

Það eru síðan 5 kylfingar sem deila 4 sæti á samtals 3 undir pari en þeirra á meðan er Ryder Cup fyrirliði Evrópu 2014, Paul McGinley.

Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði eru José Maria Olazabal, Thorbjörn Olesen, Francesco Molinari og Miguel Ángel Jiménez.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á ISPS Wales Open SMELLIÐ HÉR: