Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2013 | 23:59

Afmæliskylfingar dagsins: Francisco Abreu og Beth Bader – 30. ágúst 2013

Afmæliskylfingar dagsins eru  spænski kylfingurinn Francisco Abreu og bandaríski kylfingurinn Beth Bader. Francisco  fæddist  30. ágúst 1943 og á því 70 ára merkisfamæli í dag. Hann vann tvívegis á Evrópumótaröðinni.

Beth Bader hins vegar fæddist í Davenport, Iowa 30 ágúst 1973 og á því 40 ára stórfafmæli í dag. Hún hefir spilað á LPGA frá árinu 2000 og þó að besti árangur hennar í móti sé aðeins T-4 árangur í Corning Classic mótinu 2007 þá hefir hún unnið sér inn yfir $1 milljón bandaríkjadollara í verðlaunafé.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: danski kylfingurinn  Amanda Moltke-Leth, 30. ágúst 1976 (37 ára)  ….. og …..

 

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is