Michael Phelps tekur þátt í Pro-Am fyrir Omega European Masters mótið
Ólympíu-sundstjarnan Michael Phelps er paraður með Richie Ramsay í Pro-Am mótinu á morgun fyrir Omega European Masters mótið, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum og fer fram í Crans-Sur-Sierre golfklúbbnum í Crans Montana, Sviss. Mótið hefst n.k. fimmtudag. Phelps mun þannig spila golf í fyrsta sinn í Sviss, en hann er sérstakur „sendiherra“ fyrir Omega. Ramsay á titil að verja í mótinu. Phelps keppti á Alfred Dunhill Championship í fyrra (2012) og vinnan með golfkennaranum Hank Haney virtist vera að bera ávöxt þá þegar hann setti niður 50 metra pútt á 2. hring mótsins í Kingsbarns. Phelps setti nýtt lengdarmet í púttum í Skotlandi en fyrra metið átti Sir Terry Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Einarsdóttir – 3. september 2013
Það er Hólmfríður Einarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hólmfríður er fædd 3. september 1972. Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og jafnframt klúbbmeistari Golfklúbbs Úthlíðar í kvennaflokki, tvö ár í röð, 2012 og 2013. Reyndar urðu þau mæðgin, þ.e. Hólmfríður og sonur hennar, afrekskylfingurinn Emil Þór Ragnarsson, klúbbmeistarar Úthlíðar 2013. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Hólmfríði með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hólmfríði til lukku með daginn hér að neðan: Hólmfríður Einarsdottir, GKG & GÚ (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Karlsson, 3. september 1969 (44 ára ) …… og Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese í 2. sæti
Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese lauk keppni í 1. móti sínu í bandaríska háskólagolfinu í gær, en þá lauk Turning Stone Tiger Intercollegiate mótinu á Kaluhyat golfvellinum í Verona, New York. Í einstaklingskeppninni varð Ragnar Már í 12. sæti af 75 keppendum, sem er góður árangur!!! Ragnar Már lék á samtals sléttu pari, 216 höggum (68 74 74) og deildi 12. sætinu með Alex Cusomano frá Loyola háskólanum í Chicago. Í efsta sæti í einstaklingskeppninni varð Andrew Bailey frá Cleveland State á 9 undir pari. Í liðakeppninni (en alls tóku lið 14 háskóla þátt í mótinu) urðu Ragnar Már og lið hans McNeese í 2. sæti, sem þeir Lesa meira
Heimslistinn: Stenson í 6. sæti!
Vegna sigurs síns á Deutsche Bank Championship fer Svíinn Henrik Stenson upp um 4 sæti á topp 10 heimslistans, fer úr 10. sætinu í 6. sætið! Justin Rose fer einnig upp um 1 sæti úr 5. sætinu í 4. sætið og enn færist aumingja Rory McIlroy neðar; er nú í 5. sætinu. Steve Stricker sem var í 14. sæti heimslistans er nú kominn á topp-10 þ.e. vermir 10. sætið eftir góðan 2. sætis árangur á Deutsche Bank mótinu. Grégory Bourdy sem sigraði á móti Evrópumótaraðarinnar s.l. helgi ISPS Handa Wales Open var í 173. sæti heimslistans fyrir mótið en er nú kominn í 118. sætið þ.e.a.s hann fer upp um Lesa meira
Stenson sigraði á Deutsche Bank
Svíinn Henrik Stenson stóð uppi sem sigurvegari á Deutsche Bank Championship, 2. mótinu í FedEx Cup umspilinu á hausmótaröðinni. Stenson spilaði á samtals 22 undir pari, 262 höggum (67 63 66 66). Í 2. sæti varð Steve Stricker 2 höggum á eftir Stenson á samtals 20 undir pari, 264 höggum (66 68 63 67). Í 3. sæti varð síðan Kanadamaðurinn knái Graeme DeLaet á samtals 18 undir pari, 266 höggum (67 68 62 69). Fjórir deildu síðan 4. sætinu á samtals 17 undir pari hver, þ.á.m. Texas-búinn ungi Jordan Spieth, sem gulltryggði sér sætið með frábærum lokhring upp á 62 högg, en hann átti lægsta skor dagsins og munaði 10 Lesa meira
Deutsche Bank Championship í beinni
Nú er 2. umferðin hafin í FedEx Cup umspilinu á haustmótaröðinni, en mótaröðin 2013 hóf göngu sína um s.l. helgi með The Barclays mótinu, þar sem Adam Scott stóð uppi sem sigurvegari, en Tiger varð í 2. sæti sárþjáður í baki. Það voru 170 sem hófu keppni en nú eru bara 100 sem keppa á Deutsche Bank mótinu á TPC Boston. Eftir 3 hringi leiðir Spánverjinn Sergio Garcia. Stendur hann uppi sem sigurvegari í kvöld? Til þess að sjá Deutsche Bank Championship í beinni SMELLIÐ HÉR Til þess að fylgjast með skori keppenda á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már í 5. sæti fyrir lokahring Turning Stone Tiger Inv.
Ragnar Már Garðarson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2013, hefur feril sinn í bandaríska háskólagolfinu vel en hann deilir 5. sæti ásamt 3 öðrum eftir 2. hringi á fysta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu, the Turning Stone Tiger Invitational, sem fram fer í Verona, New York, nánar tiltekið á Kaluhyat golfvellinum. Kaluhyat golfvöllurinn er talinn einn af 100 bestu golfvöllum Bandaríkjanna og má sjá heimasíðu Turning Stone golfklúbbsins, þar sem völlurinn er með því að SMELLA HÉR: Þetta er tveggja daga mót, sem fram fer 1.-2. september 2013 en fyrri daginn, í gær, voru spilaðar 36 holur. Þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum. Ragnar Már lék fyrri hringinn á Lesa meira
KPMG bikarinn fer fram 13.-14. sept.
Ragnhildur Sigurðardóttir og Páll Ketilsson hafa verið valin sem liðsstjórar í KPMG bikarnum 2013 sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru 13.-14. sept. nk. Ragnhildur mun stýra úrvalsliði Höfuðborgarinnar en Páll úrvalsliði Landsbyggðarinnar. Að þessu sinni mun KPMG styrkja gott málefni og fá til þess liðsinni kylfinganna, en um leið og liðin keppa sín á milli um KPMG bikarinn keppa þau saman að því að safna upphæð fyrir gott málefni. Frekari upplýsingar um tilhögun söfnunarinnar og hvaða málefni verður fyrir valinu verður tilkynnt síðar. KPMG bikarinn hefur undanfarin ár verið nokkurs konar lokamót afrekskylfinga hér á landi. Fyrstu tvö árin vann Landsbyggðin en næstu tvö á eftir Höfuðborgin. Fyrirkomulag á Lesa meira
Marian Herron hefði orðið 100 ára í dag
Bandaríski kvenkylfingurinn Marian McDougall Herron var meðal fremstu kvenkylfinga Bandaríkjanna á árunum í kringum 1930. Hún fæddist 2. september 1913 og hefði því orðið 100 ára í dag en Marian lést 14. maí 2009, 95 ára að aldri. Meðal sigra Marion var sigur á the Western Open 1934 sem var aðalkvennagolfmótið á þeim tíma og sem LPGA gerði síðar að einu risamóta sinna. Marian var með golfið í blóðinu því hún var af 3. kynslóð kylfinga í fjölskyldu sinni sem öll voru félagar í hinum fræga Waverly Country Club, í Portland, Oregon. Hún vann fyrstu tvo unglingameistaratitla sína í Oregon 16 ára og síðan Western Open þegar hún var 20 ára. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Þorsteinsson – 2. september 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ. Hörður er fæddur 2. september 1961. Hann er í Golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði. Hörður er viðskiptafræðingur, í sambúð með Ásdísi Helgadóttur og á 4 dætur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Hörður Þorsteinsson (52 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marian McDougall, f. 2. september 1913 – d. 14. maí 2009 (hefði átt 100 ára stórafmæli í dag!!!) ; Bergsveinn Þórarinsson, GKG, 2. september 1957 (56 ára); Einar Long, GR, 2. september 1958, (55 ára); Robert Coles, 2. september 1972 (41 árs) ….. og …… Lesa meira










