Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2013 | 16:00

KPMG bikarinn fer fram 13.-14. sept.

Ragnhildur Sigurðardóttir og Páll Ketilsson hafa verið valin sem liðsstjórar í KPMG bikarnum 2013 sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru 13.-14. sept. nk. Ragnhildur mun stýra úrvalsliði Höfuðborgarinnar en Páll úrvalsliði Landsbyggðarinnar.

Að þessu sinni mun KPMG styrkja gott málefni og fá til þess liðsinni kylfinganna, en um leið og liðin keppa sín á milli um KPMG bikarinn keppa þau saman að því að safna upphæð fyrir gott málefni. Frekari upplýsingar um tilhögun söfnunarinnar og hvaða málefni verður fyrir valinu verður tilkynnt síðar.

KPMG bikarinn hefur undanfarin ár verið nokkurs konar lokamót afrekskylfinga hér á landi. Fyrstu tvö árin vann Landsbyggðin en næstu tvö á eftir Höfuðborgin.

Fyrirkomulag á vali liðsins hefur aðeins verið breytt en það verður þannig:

* Fjórir efstu karlarnir á stigalista karla á Eimskipsmótaröðinni
* Tvær efstu konurnar á stigalista kvenna á Eimskipsmótaröðinni
* Þrír unglingar, tveir piltar og ein stúlka af Íslandsbankamótaröðinni
* Liðsstjóri velur 3 kylfinga, „wild cards“.

Mótið stendur yfir í tvo daga. Fyrri keppnisdaginn er leikinn 18 holu fjórmenningur og síðan 18 holu fjórbolti. Seinni keppnisdaginn er leikinn 18 holu tvímenningur.

Ragnhildur er golfkennari og ein sigursælasta golfkona landsins. Hún hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari í höggleik auk fjölda annarra sigra. Páll hefur fylgst vel með afreksgolfi á Íslandi sem fréttamaður og ritstjóri Golfs á Íslandi og vefsíðunnar Kylfingur