Marian MacDougall Herron
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2013 | 14:00

Marian Herron hefði orðið 100 ára í dag

Bandaríski kvenkylfingurinn Marian McDougall Herron var meðal fremstu kvenkylfinga Bandaríkjanna á árunum í kringum 1930.  Hún fæddist 2. september 1913 og hefði því orðið 100 ára í dag en Marian lést 14. maí 2009, 95 ára að aldri.

1-Marion-McDougall

Meðal sigra Marion var sigur á the Western Open 1934 sem var aðalkvennagolfmótið á þeim tíma og sem LPGA gerði síðar að einu risamóta sinna.

Marian var með golfið í blóðinu því hún var af 3. kynslóð kylfinga í fjölskyldu sinni sem öll voru félagar í hinum fræga Waverly Country Club, í Portland, Oregon.

Hún vann fyrstu tvo unglingameistaratitla sína í Oregon 16 ára og síðan Western Open þegar hún var 20 ára. Hún hélt áfram í keppnisgolfi eitthvað fram á síðustu ár eftir seinni heimsstyrjöldina fram að 1950 þar sem hún vann m.a. áhugamannameistarartitil Pacific Northwest golfsambandsins sex sinnum 1936-1940 og 1948. Árið 1949 tók hún þátt og varð í 2. sæti í the Canadian Women´s Amateur Championship, en tapaði fyrir félaga sínum frá Oregon, Grace DeMoss í úrslitum.

McDougall, breytti nafni sínu í Herron eftir að hún gifti sig en ferðaðist reglulega á stærri mótið á Austurströnd Bandaríkjanna. Marian var framkvæmdastjóri Women’s Western Golf Association um 16 ára skeið 1936-52. Hún var einnig í kvennanefnd bandaríska golfsambandsins USGA á árunum  1941-52 og það var m.a. fyrir hennar tilstuðlan að  U.S. Women’s Amateur Championship var haldið á heimavelli hennar í Waverly Country Club árið1952.

Herron hlaut inngöngu í  frægðarhöll kylfinga í Pacific Northwest  árið 1979, jafnframt sem hún var tekin í íþróttafrægðarhöll Oregon árið 1987.