
Marian Herron hefði orðið 100 ára í dag
Bandaríski kvenkylfingurinn Marian McDougall Herron var meðal fremstu kvenkylfinga Bandaríkjanna á árunum í kringum 1930. Hún fæddist 2. september 1913 og hefði því orðið 100 ára í dag en Marian lést 14. maí 2009, 95 ára að aldri.
Meðal sigra Marion var sigur á the Western Open 1934 sem var aðalkvennagolfmótið á þeim tíma og sem LPGA gerði síðar að einu risamóta sinna.
Marian var með golfið í blóðinu því hún var af 3. kynslóð kylfinga í fjölskyldu sinni sem öll voru félagar í hinum fræga Waverly Country Club, í Portland, Oregon.
Hún vann fyrstu tvo unglingameistaratitla sína í Oregon 16 ára og síðan Western Open þegar hún var 20 ára. Hún hélt áfram í keppnisgolfi eitthvað fram á síðustu ár eftir seinni heimsstyrjöldina fram að 1950 þar sem hún vann m.a. áhugamannameistarartitil Pacific Northwest golfsambandsins sex sinnum 1936-1940 og 1948. Árið 1949 tók hún þátt og varð í 2. sæti í the Canadian Women´s Amateur Championship, en tapaði fyrir félaga sínum frá Oregon, Grace DeMoss í úrslitum.
McDougall, breytti nafni sínu í Herron eftir að hún gifti sig en ferðaðist reglulega á stærri mótið á Austurströnd Bandaríkjanna. Marian var framkvæmdastjóri Women’s Western Golf Association um 16 ára skeið 1936-52. Hún var einnig í kvennanefnd bandaríska golfsambandsins USGA á árunum 1941-52 og það var m.a. fyrir hennar tilstuðlan að U.S. Women’s Amateur Championship var haldið á heimavelli hennar í Waverly Country Club árið1952.
Herron hlaut inngöngu í frægðarhöll kylfinga í Pacific Northwest árið 1979, jafnframt sem hún var tekin í íþróttafrægðarhöll Oregon árið 1987.
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022