Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2013 | 18:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már í 5. sæti fyrir lokahring Turning Stone Tiger Inv.

Ragnar Már Garðarson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2013, hefur feril sinn í bandaríska háskólagolfinu vel en hann deilir 5. sæti ásamt 3 öðrum eftir 2. hringi á fysta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu, the Turning Stone Tiger Invitational, sem fram fer í Verona, New York, nánar tiltekið á Kaluhyat golfvellinum.

Kaluhyat golfvöllurinn er talinn einn af 100 bestu golfvöllum Bandaríkjanna og má sjá heimasíðu Turning Stone golfklúbbsins, þar sem völlurinn er með því að SMELLA HÉR: 

Þetta er tveggja daga mót, sem fram fer 1.-2. september 2013 en fyrri daginn, í gær,  voru spilaðar 36 holur.

Þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum.

Ragnar Már lék fyrri hringinn á 4 undir pari, 68 glæsihöggum og seinni hringinn á 2 yfir pari, 74 höggum og er á samtals 2 undir pari fyrir lokahringinn sem leikinn verður í dag.  Glæsilegur árangur þetta hjá Ragnari Má eftir fyrstu tvo hringi og vonandi að framhald verði á í dag!

Til þess að sjá stöðuna á Turning Stone Tiger Invitational eftir fyrstu 2 hringina SMELLIÐ HÉR: