Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2013. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2013 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese í 2. sæti

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese lauk keppni í 1. móti sínu í bandaríska háskólagolfinu í gær, en þá lauk Turning Stone Tiger Intercollegiate mótinu á Kaluhyat golfvellinum í Verona, New York.

Í einstaklingskeppninni varð Ragnar Már í 12. sæti af 75 keppendum, sem er góður árangur!!!

Ragnar  Már lék á samtals sléttu pari, 216 höggum (68 74 74) og deildi 12. sætinu með Alex Cusomano frá Loyola háskólanum í Chicago.

Í efsta sæti í einstaklingskeppninni varð Andrew Bailey frá Cleveland State á 9 undir pari.

Í liðakeppninni (en alls tóku lið 14 háskóla þátt í mótinu) urðu Ragnar Már og lið hans McNeese í 2. sæti, sem þeir deildu með Cleveland State háskólanum, en báðir skólar spiluðu á samtals 869 höggum . Í 1. sæti í liðakeppninni var Missouri State háskólinn á 842 höggum.

Skor Ragnars Más taldi en hann var á 2. besta skori liðs síns McNeese.

Næsta mót Ragnar Más verður 16. september n.k. í Fort Collins, Colorado.

Til þess að sjá úrslitin í Turning Stone Tiger Intercollegiate mótinu SMELLIÐ HÉR: