Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2013 | 12:00

Heimslistinn: Stenson í 6. sæti!

Vegna sigurs síns á Deutsche Bank Championship fer Svíinn Henrik Stenson upp um 4 sæti á topp 10 heimslistans, fer úr 10. sætinu í 6. sætið!

Justin Rose fer einnig upp um 1 sæti úr 5. sætinu í 4. sætið og enn færist aumingja Rory McIlroy neðar; er nú í 5. sætinu.

Steve Stricker sem var í 14. sæti heimslistans er nú kominn á topp-10 þ.e. vermir 10. sætið eftir góðan 2. sætis árangur á Deutsche Bank mótinu.

Grégory Bourdy sem sigraði á móti Evrópumótaraðarinnar s.l. helgi ISPS Handa Wales Open var í 173. sæti heimslistans fyrir mótið en er nú kominn í 118. sætið þ.e.a.s hann fer upp um heil 55 sæti!

Til þess að sjá heimslistann í heild SMELLIÐ HÉR: 

Annars er staða efstu 10 á heimslistanum eftirfarandi:

1. sæti Tiger 14,18 stig

2. sæti Adam Scott 9,3 stig

3. sæti Phil Mickelson 8,5 stig

4. sæti Justin Rose 7,88 stig

5. sæti Rory McIlroy 7,87 stig

6. sæti Henrik Stenson 7,15 stig

7. sæti Matt Kuchar 6,80 stig

8. sæti Brandt Snedeker 6,26 stig

9. sæti Jason Dufner 6,11 stig

10. sæti Steve Stricker 5,95 stig