Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2013 | 19:30

KPMG-bikars liðin kynnt á morgun

KPMG-bikarinn 2013, liðakeppni milli úrvals Landsbyggðarinnar og Höfuðborgarinnar fer fram á Hólmsvelli í Leiru 13.-14. sept. nk. Þetta mót er íslenska Ryder-keppnin og nokkurs konar lokapunktur á keppnistíð okkar bestu kylfinga hér á landi. Tólf leikmenn eru í hvoru liði og eru leiknar 36 holur fyrri daginn, fjórleikur og fjómenningur og loks tvímenningur (singles) seinni daginn. Liðsstjóri Höfuðborgarinnar er Ragnhildur Sigurðardóttir og Páll Ketilsson stýrir Landsbyggðarúrvalinu. Liðin verða kynnt á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KPMG í Reykjavík. Valið á leikmönnum er breytt frá fyrri árum og koma kylfingar af unglingamótaröð Íslandsbankamótaröð meira inn í hópinn en þar eru margir snjallir kylfingar. Í mótinu núna verður einnig áheitagolf þar sem leikmenn munu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2013 | 09:00

Norman um hvað olli hruni hans á Masters 1996

Greg Norman hefir eftir 17 ár upplýst hvað olli skelfilegu hruni hans á The Masters 1996. Hann sagði í áströlskum sjónvarpsþætti „The Australian Story“ að það hefðu ekki bara verið taugarnar sem fóru með hann á The Masters 1996 heldur hefði hann verið með slæma bakverki. Almennt er álitið að hrun Greg Norman á The Masters 1996 sé eitt versta hrun í golfinu á stórmóti en fyrir lokahringinn átti Norman 6 högg á næsta mann. „Það er miklu meira á bak við þetta en fólk gerir sér grein fyrir. Ég var með verki í bakinu allan morguninn,“ sagði hinn 58 ára Norman „ég reyndi að harka af mér en ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2013 | 07:00

Clare Queen hættir á LET

Hin þrítuga Clare Queen er hætt á LET og farin að vinna launavinnu frá 9-5. Hún verður að gera það til að ná endum saman. Golf getur verið ansi dýrt þegar ekki gengur vel! Allt frá blautu barnsbeini hefir Queen verið á faraldsfæti að spila golf, fyrst sem ein af fremstu áhugamönnunum Skotlands og síðan sem atvinnumaður í golfi á LET.   Sjá má kynningargrein Golf 1 á Queen með því að SMELLA HÉR:  Besti árangur hennar var 39. sætið á stigalista LET 2007 en síðan þá hefir allt farið niður á við. Hún spilaði t.a.m. aðeins á 14 mótum 2010 og vann sér aðeins inn € 2000 (u.þ.b. 300.000 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2013 | 02:20

Bandaríska háskólagolfið: Sunna leikur lokahringinn á MOmorial mótinu í dag

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR,  er við keppni á MOmorial mótinu. Leikið er á golfvelli the Traditions Golf Club í Bryan, Texas. Þetta er þriggja daga mót, sem stendur 9.-11. september og verður því lokahringurinn leikinn í dag. Þátttakendur eru 70 frá 12 háskólum. Sunna er búin að spila báða hringina á 75 höggum eða samtals 150 höggum og er sem stendur í 24. sæti í einstaklingskeppninni. Hún er á besta skorinu í liði sínu, golfliði Elon háskóla, sem er í 11. sæti í liðakeppninni. Fylgjast má með gengi Sunnu (á skortöflu) með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2013 | 02:15

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og Louisiana Lafayette í 1. sæti – Axel Bóasson og Mississippi State í 2. sæti!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR,  og Axel Bóasson, GK tóku þátt í Sam Hall Intercollegiate mótinu. Mótið fór fram í Hattiesburg Country Club, í Hattiesburg, Mississippi.  Þátttakendur voru 87 frá 15 háskólum og margir  sem spiluðu í mótinu, sem einstaklingar. Haraldur Franklín Magnús og félagar í Louisiana Lafayette settu nýtt mótsmet eftir 36 holur og í liðakeppninni hafnaði liðið í 1. sæti!!! Haraldur Franklín var á 2. besta skorinu í liði sínu. Hann lék hringina 3 á samtals 209 höggum (68 68 73) og varð í 13. sæti í einstaklingskeppninni. Axel Bóasson og golflið Mississippi State höfnuði í 2. sæti í liðakepppninni. Axel var á 3. besta skorinu í liði sínu, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2013 | 02:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og Wake Forest í 7. sæti á Cougar Classic

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest, Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og golflið Furman og Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG luku leik í gær á Cougar Classic mótinu. Leikið var í Yeamans Hall, Hanahan í Suður-Karólínu.  Keppendur voru 108 frá 20 háskólum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék hringina 3 á samtals 226 höggum (75 76 75)  og var á 4. besta skorinu í golfliði Wake Forest og taldi það því. Í einstaklingskeppninni varð Ólafía Þórunn í 50. sæti.   Í liðakeppninni varð Wake Forest í 7. sæti. Ingunn Gunnarsdóttir lék hringina 3 á samtals 233 höggum (76 78 79) og var einnig á 4. besta skori í golfliði Furman og taldi það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2013 | 20:00

Viðtalið: Aron Snær Júlíusson, GKG

Viðtalið í kvöld er við stigameistarann í piltaflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2013 og meistarann í Unglingaeinvíginu 2012 Aron Snæ Júlíusson.  Hann hefir nú nýlokið við 1. hring á Duke of York og er að gera góða hluti í mótinu.  Golf 1 tók Aron Snæ tali áður en hann hélt utan á Duke of York og sagði Aron að markmið sitt í mótinu væri „að öðlast reynslu og reyna að hafa gaman.“ Hér fer viðtalið: Fullt nafn:   Aron Snær Júlíusson. Klúbbur:   GKG – ég hef aldrei verið í neinum öðrum golfklúbb. Hvar og hvenær fæddistu?   Ég fæddist 29. nóvember 1996. Hvar ertu alinn upp?   Ég er alinn upp í Garðabæ. Í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2013 | 19:00

Anna Sólveig í 12. sæti

Nú er lokið leik á 1. degi Duke of York mótsins, sem fer fram á Royal St. George´s vellinum í Englandi. Þátttakendur eru 56 frá 32 þjóðlöndum og fulltrúar okkar Íslendinga eru  Anna Sólveig Snorradóttir, GK og Aron Snær Júlíusson, GKG. Anna Sólveig lék 1. hring á 77 höggum og fékk 1 fugl, 10 pör, 6 skolla og 1 skramba.  Hún er í 12. sæti, sem hún deilir með 6 öðrum kylfingum. Aron Snær er í 19.-22. sæti en hann lék á 78 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á The Duke of York Young Champions Trophy SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2013 | 12:15

Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Viktorsson – 10. september 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Alfreð Viktorsson. Alfreð er fæddur 10. september 1932 og á því 81 árs afmæli í dag!!!! Alfreð er í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og stendur mikil golfætt af honum en hann afi Íslandsmeistarans í höggleik 2012 og klúbbmeistara GL 2013, Valdísar Þóru Jónsdóttur, Friðmey Jónsdóttur og Arnars Jónssonar.  Sjálfur er Alfreð frábær kylfingur – hefir verið í fjölda öldungalandsliða, varð m.a. öldungameistari í flokki 70 ára og eldri árið 2002.  Eins er Alfreð meistari GL í öldungaflokki árin 1987-1988, 1997-1998 og 2000. Valdís Þóra og afi hennar Alfreð Viktorsson. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Arnold Palmer, 10. september 1929 (84 ára);  Larry Gene Nelson, 10. september 1947 (66 ára); Michael Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2013 | 12:00

Heimslistinn: Rory upp fyrir Rose

Á nýjasta heimslistanum eru sárafáar breytingar meðal efstu 10. Á toppnum trónir sem fyrr Tiger Woods, með 13.98 stig og næsti maður á eftir er Adam Scott, með 9,48 stig og á langt í land með að ná Tiger. Þriðji maður á heimslistanum er Phil Mickelson, með 8.68 stig…. og svo kemur að einu breytingunni á topp-10 þessa vikuna…. Rory McIlroy fer upp í 4. sætið hefir sem sagt sætaskipti við Justin Rose sem fer niður í 5. sætið. Thomas Björn sem sigraði svo glæsilega á Omega European Masters mótinu í Sviss fer úr 66. sætinu upp um 22 sæti eða í 44. sætið. Stöðuna á heimslistanum má annars sjá Lesa meira