Yngra lið höfuðborgarúrvalsins. Ragnar er annar frá vinstri í neðri röð. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2013 | 19:30

KPMG-bikars liðin kynnt á morgun

KPMG-bikarinn 2013, liðakeppni milli úrvals Landsbyggðarinnar og Höfuðborgarinnar fer fram á Hólmsvelli í Leiru 13.-14. sept. nk.

Þetta mót er íslenska Ryder-keppnin og nokkurs konar lokapunktur á keppnistíð okkar bestu kylfinga hér á landi. Tólf leikmenn eru í hvoru liði og eru leiknar 36 holur fyrri daginn, fjórleikur og fjómenningur og loks tvímenningur (singles) seinni daginn. Liðsstjóri Höfuðborgarinnar er Ragnhildur Sigurðardóttir og Páll Ketilsson stýrir Landsbyggðarúrvalinu.

Liðin verða kynnt á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KPMG í Reykjavík. Valið á leikmönnum er breytt frá fyrri árum og koma kylfingar af unglingamótaröð Íslandsbankamótaröð meira inn í hópinn en þar eru margir snjallir kylfingar.

Í mótinu núna verður einnig áheitagolf þar sem leikmenn munu vinna sér inn upphæð sem mun renna til góðs málefnis.

Heimild: golf.is