Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2013 | 07:00

Clare Queen hættir á LET

Hin þrítuga Clare Queen er hætt á LET og farin að vinna launavinnu frá 9-5. Hún verður að gera það til að ná endum saman. Golf getur verið ansi dýrt þegar ekki gengur vel!

Allt frá blautu barnsbeini hefir Queen verið á faraldsfæti að spila golf, fyrst sem ein af fremstu áhugamönnunum Skotlands og síðan sem atvinnumaður í golfi á LET.   Sjá má kynningargrein Golf 1 á Queen með því að SMELLA HÉR: 

Besti árangur hennar var 39. sætið á stigalista LET 2007 en síðan þá hefir allt farið niður á við. Hún spilaði t.a.m. aðeins á 14 mótum 2010 og vann sér aðeins inn € 2000 (u.þ.b. 300.000 íslenskar krónur yfir allt árið).

„Síðustu þrjú keppnistímabil hafa verið ansi strembin og það var bara stór léttir þegar ég ákvað loks að hætta,“ viðurkenndi Queen, en meðal hápunkta hennar á LET voru 6. sætin, sem hún landaði þrívegis. „Til að halda geðheilsu varð ég bara að gera þetta.  Peningahliðin hjá mér var farin niður á við og það var það eina sem komst að hjá mér.  Mér fannst eins og ég yrði að fara að róast,  fá mér mína eigin íbúð og þess háttar. En það allt virtist fjarlægt eins og ég lifði og ég var ansi hrædd.  Ég spurði mig stöðugt: „Hvað nú? Ég vissi að það myndi ekki vera auðvelt að ganga inn í eitthvert starf.“

Queen er nú í fullu starfi hjá Active Schools og vinnur einnig uppbyggingastarf með nýrri kynslóð barna og unglinga í golfi.  „Ég var bara sannfærð um að ég vildi halda mér í golfinu einhvern veginn. Ég gékk góða reynslu á túrnum og það sem gerðist fékk mig ekki til að loka að mér þannig að ég sæti í myrkvuðu herbergi og segði við mig „ég hata golf“ Ég hins vegar spilaði ekkert í 4 mánuði og gerði ekkert annað en að kenna krökkum. Ég hélt að ég myndi sakna golfsins en það hef ég ekki gert. Ég elskaði tímann sem ég átti á túrnum og þetta er bara nýr kafli í lífinu.“

Saga Clare Queen er ekkert einsdæmi.  Það eru svo feykimargir sem reyna að verða meðal þeirra efstu og vinna sér inn óheyrilega hátt verðlaunaféð sem golffjölmiðlar eins og Golf1 skrifa um á hverjum degi. Staðreyndin er hins vegar sú að fyrir hverja eina frétt sem skrifuð er af fremstu kylfingum heims sem hljóta tugi ef ekki hundruðir milljóna í verðlaunafé þá eru milljónir eins og Clare Queen, sem gefa verða draum sinn á bátinn eftir áralangt strit – og ekki nándar nærri allir sem ná að aðlagast samfélaginu aftur eins vel og hún hefir gert!!!