Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2013 | 12:15

Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Viktorsson – 10. september 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Alfreð Viktorsson. Alfreð er fæddur 10. september 1932 og á því 81 árs afmæli í dag!!!! Alfreð er í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og stendur mikil golfætt af honum en hann afi Íslandsmeistarans í höggleik 2012 og klúbbmeistara GL 2013, Valdísar Þóru JónsdótturFriðmey Jónsdóttur og Arnars Jónssonar.  Sjálfur er Alfreð frábær kylfingur – hefir verið í fjölda öldungalandsliða, varð m.a. öldungameistari í flokki 70 ára og eldri árið 2002.  Eins er Alfreð meistari GL í öldungaflokki árin 1987-1988, 1997-1998 og 2000.

Valdís Þóra og afi hennar Alfreð Viktorsson.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Arnold Palmer, 10. september 1929 (84 ára);  Larry Gene Nelson, 10. september 1947 (66 ára); Michael Zinni 10. september 1948 (65 ára);  Bill Rogers 10. september 1951 (62 árs);  Martha Nause, 10. september 1954 (59 ára);  Lloyd Saltman, 10. september 1985 (28 ára);  Min Seo Kwak, 10. september 1990 (23 ára)  …… og ……

Robynne Cook (45 ára)
Dagný ÞórólfsdóttirGKJ (Til hamingju Dagný!!!)

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!!!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is