Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2013 | 02:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og Wake Forest í 7. sæti á Cougar Classic

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest, Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og golflið Furman og Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG luku leik í gær á Cougar Classic mótinu.

Leikið var í Yeamans Hall, Hanahan í Suður-Karólínu.  Keppendur voru 108 frá 20 háskólum.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék hringina 3 á samtals 226 höggum (75 76 75)  og var á 4. besta skorinu í golfliði Wake Forest og taldi það því. Í einstaklingskeppninni varð Ólafía Þórunn í 50. sæti.   Í liðakeppninni varð Wake Forest í 7. sæti.

Ingunn Gunnarsdóttir lék hringina 3 á samtals 233 höggum (76 78 79) og var einnig á 4. besta skori í golfliði Furman og taldi það því. Í einstaklingskeppninni varð Ingunn í 83. sæti.  Í liðakeppninni varð Furman í 16. sæti.

Berglind Björnsdóttir lék hringina 3 á samtals 232 höggum (76 74 82) og var á besta skori í liði sínu, UNCG.  Í einstaklingskeppninni hafnaði Berglind í 80. sæti og í liðakeppninni varð UNCG í 19. sæti.

Næstu mót sem golflið þeirra Ólafíu Þórunnar, Ingunnar og Berglind artaka þátt í eru 20. september n.k.

Til þess að sjá úrslitin á Cougar Classic  SMELLIÐ HÉR: