Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2013 | 02:15

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og Louisiana Lafayette í 1. sæti – Axel Bóasson og Mississippi State í 2. sæti!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR,  og Axel Bóasson, GK tóku þátt í Sam Hall Intercollegiate mótinu.

Mótið fór fram í Hattiesburg Country Club, í Hattiesburg, Mississippi.  Þátttakendur voru 87 frá 15 háskólum og margir  sem spiluðu í mótinu, sem einstaklingar.

Haraldur Franklín Magnús og félagar í Louisiana Lafayette settu nýtt mótsmet eftir 36 holur og í liðakeppninni hafnaði liðið í 1. sæti!!!

Haraldur Franklín var á 2. besta skorinu í liði sínu. Hann lék hringina 3 á samtals 209 höggum (68 68 73) og varð í 13. sæti í einstaklingskeppninni.

Axel Bóasson, GK. Mynd: gsimyndir.net

Axel Bóasson, GK. Mynd: gsimyndir.net

Axel Bóasson og golflið Mississippi State höfnuði í 2. sæti í liðakepppninni. Axel var á 3. besta skorinu í liði sínu, en hann lék á samtals 210 höggum (71 67 72) og varð í 16. sæti í einstaklingskeppninni.

Næsta mót hjá Haraldi Franklín er 16. september n.k. í Missouri og næsta mót hjá Axel Bóassyni er 20. september n.k. í Tennessee.

Sjá má úrslitin á Sam Hall Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: