Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2013 | 12:00

Heimslistinn: Rory upp fyrir Rose

Á nýjasta heimslistanum eru sárafáar breytingar meðal efstu 10.

Á toppnum trónir sem fyrr Tiger Woods, með 13.98 stig og næsti maður á eftir er Adam Scott, með 9,48 stig og á langt í land með að ná Tiger.

Þriðji maður á heimslistanum er Phil Mickelson, með 8.68 stig…. og svo kemur að einu breytingunni á topp-10 þessa vikuna….

Rory McIlroy fer upp í 4. sætið hefir sem sagt sætaskipti við Justin Rose sem fer niður í 5. sætið.

Thomas Björn sem sigraði svo glæsilega á Omega European Masters mótinu í Sviss fer úr 66. sætinu upp um 22 sæti eða í 44. sætið.

Stöðuna á heimslistanum má annars sjá með því að SMELLA HÉR: