Aron Snær Júlíusson, sigurvegari Unglingaeinvígisins í Mosfellsbæ 2012. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2013 | 20:00

Viðtalið: Aron Snær Júlíusson, GKG

Viðtalið í kvöld er við stigameistarann í piltaflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2013 og meistarann í Unglingaeinvíginu 2012 Aron Snæ Júlíusson.  Hann hefir nú nýlokið við 1. hring á Duke of York og er að gera góða hluti í mótinu.  Golf 1 tók Aron Snæ tali áður en hann hélt utan á Duke of York og sagði Aron að markmið sitt í mótinu væri „að öðlast reynslu og reyna að hafa gaman.“

Anna Sólveig, GK og Aron Snær, GKG taka þátt í Duke of York mótinu f.h. Íslands dagana 9.-11. september 2013. Mynd: golf.is

Anna Sólveig, GK og Aron Snær, GKG taka þátt í Duke of York mótinu f.h. Íslands dagana 9.-11. september 2013. Mynd: golf.is

Hér fer viðtalið:

Fullt nafn:   Aron Snær Júlíusson.

Klúbbur:   GKG – ég hef aldrei verið í neinum öðrum golfklúbb.

Hvar og hvenær fæddistu?   Ég fæddist 29. nóvember 1996.

Hvar ertu alinn upp?   Ég er alinn upp í Garðabæ.

Í hvaða starfi/námi ertu?   Ég er í Fjöbraut í Garðabæ á 2. ári – á félagsfræðibraut.

Aron Snær Júlíusson, GKG. Mynd: Golf 1

Aron Snær Júlíusson, GKG. Mynd: Golf 1

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Ég bý enn hjá foreldum mínum, en þeir og litli bróðir spila golf.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?   Ég byrjaði 9-10 ára með því að fara á golfnámskeið, en fyrir alvöru 13 ára.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?   Ég elti stóra bróður minn.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?   Skógarvelli, því þeir eru skemmtilegri og refsa meira.

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur?   Holukeppni.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi?   Oddurinn.

13. brautin á Urriðavelli - uppáhaldsgolfvelli Arons Snæs á Íslandi. Mynd: Golf 1

13. brautin á Urriðavelli – uppáhaldsgolfvelli Arons Snæs á Íslandi. Mynd: Golf 1

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?  Pebble Beach.

7. flötin á par-3 brautinni á Pebble Beach Golf Links - ein mest ljósmyndaða par-3 braut í heimi. - Uppáhaldsgolfvelli Arons Snæs erlendis

7. flötin á par-3 brautinni á Pebble Beach Golf Links – ein mest ljósmyndaða par-3 braut í heimi. – uppáhaldsgolfvelli Arons Snæs erlendis

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju?     Brautarholtið því þar eru margar flottar holur.

Borgarvík - braut nr. 1 - á nýja vellinum í landi Brautarholts á Kjalarnesi.

Borgarvík – braut nr. 1 – á nýja vellinum í landi Brautarholts á Kjalarnesi – sérstæðasta golfvellinum að mati Arons Snæs.

Hvað ertu með í forgjöf?   0,2.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?   69 á mörgum völlum t..d GKJ, Leirunni og GKG.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?    Vinna 3 mót í ár og verða stigameistari.

Hefir þú farið holu í höggi?  Já, á 9. í Mýrinni.

Hvaða nesti ertu með í pokanum?    Vanalega er ég með brauð, kókómjólk og Poweraid.

Aron Snær Júlíusson, GKG. Mynd: Golf 1.

Aron Snær Júlíusson, GKG. Mynd: Golf 1.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?    Já,  ég var í handbolta með Stjörnunni.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók?    Uppáhaldsmatur : nautasteik;  uppáhaldsdrykkur :  vatn; uppáhaldstónslist: hlusta á flest allt; uppáhaldskvikmynd:  get ekki gert upp á milli þeirra, það er fullt af góðum  myndum; Uppáhaldsbók:  ég er ekki mikið fyrir að lesa.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?    Kvk:  Stacy Lewis. Kk:  Gary Woodland.

Hvert er draumahollið?   Ég og….   Gary Woodland, Tiger og Adam Scott.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?   R11 TaylorMade dræver, R11 TaylorMade 3-tré, TaylorMade hybrid og járn 4-PW, TaylorMade 52 °, 56° og  60 wedge-ar, Never compromise pútter.

Aron Snær Júlíusson, GKG. Mynd: Golf 1

Aron Snær Júlíusson, GKG. Mynd: Golf 1

Hefir þú verið hjá golfkennara?  Já, ég hef verið hjá Derrick, Úlfari og Hlyn.

Ertu hjátrúarfullur?    Nei.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?   Bara að hafa gaman af hvorutveggja.

Hvað finnst þér best við golfið?    Hvað það er krefjandi og hvað það getur verið mismunandi.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?     50-60%

Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum?     Halda haus ekki hætta þó maður byrji illa.