Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og The Royals í 2. sæti í Anderson!!! – Stefanía Kristín og The Falcons í 7. sæti!!!
Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og félagar í The Royals, golfliði Queens háskólans tóku þátt í Anderson Invitational í Anderson, Suður-Karólínu, dagana 9.-10. september, en mótinu lauk í fyrradag. Íris Katla spilaði á samtals 156 höggum (82 74) og var 8 högga sveifla á henni til hins betra seinni daginn. Skor Írisar Kötlu upp á 74 högg er besta skor hennar til þessa í bandaríska háskólagolfinu!!! Hún var á 4. besta skori liðs síns og taldi það því, en The Royals urðu í 2. sæti í liðakeppninni!!! Sjá má skemmtilega umfjöllun um Írisi Kötlu og Anderson mótið á heimasíðu Queens, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Lesa meira
KPMG bikarinn hefst á morgun
Lokamót Golfsambands Íslands hefst í fyrramálið, KPMG Bikarinn og stendur fram á laugardag. Mótið fer fram á Hólmsvelli í Leiru og keppir lið frá höfuðborgarsvæðinu við lið landsbyggðarinnar. Jafnframt liðakeppninni fer fram áheitagolf þar sem allir keppendur taka þátt í að styðja við Ljósið, en KPMG hefur heitið á þátttakendur með þeim hætti að þeir sem hitta 16. flötina leggja samtökunum til 20 þúsund. Heildarupphæð áheita munu leggjast við söfnun til styrktar Ljósinu sem Sigurður Hallvarðsson hefur staðið fyrir á undanförnum árum. Liðstjóri landsbyggðar liðsins er Páll Ketilsson ritstjóri Golf á Íslandi og kylfingur frá Suðurnesjum en liðstjóri höfuðborgarsvæðisins er Ragnhildur Sigurðardóttir golfkennari og margfaldur Íslandsmeistari úr Golfklúbbi Reykajvíkur. Þau Lesa meira
Evróputúrinn: Jiménez efstur á KLM
Það er spæski kylfingurinn Miguel Ángel Jiménez, sem er efstur eftir 1. dag KLM Open, en mótið hófst í dag og er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Jiménez lék á 6 undir pari, 64 höggum fékk 8 fugla og 2 skolla. Það er síðan 6 kylfingar sem eru á hælunum á Jiménez, aðeins 1 höggi á eftir, en það eru: Gary Orr, Pablo Larrazabal, Fabrizio Zanotti, Robert Allenby, Damien McCrane og David Howell. Svíinn Oscar Floren er síðan einn í 8. sæti á 66 höggum. Sjá kynningu Golf 1 á Floren með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag KLM Open SMELLIÐ HÉR:
Evian Masters frestað
Evian Masters risamótinu var frestað til morguns, föstudagsins 13. september, en þá mun 1. hringur endurtekinn og hefjast að nýju og öll skor þurrkuð út frá því í dag. Aðstæður til leiks voru algerlega óhæfar vegna úrhellisrigningar. Leikar hefjast á morgun kl. 7:45 að staðartíma (5:45 að íslenskum tíma). Heather Daly Donfrio varaforseti LPGA sagði að stefnt væri að því að spila 72 holur. „Völlurinn var ansi blautur; það var bara of mikil rigning og það kom niður meira magn en nokkur trúði,“ sagði Cindy LaCrosse, sem var í forystu á 1 undir pari þegar leik var frestað. „Green-in gátu bara ekki tekið við svona miklu vatni og ákvörðunin sem Lesa meira
Úrslit í Duke of York
Duke of York Young Champions Trophy sem leikið á Royal St. George´s Golf Club í Sandwich, Kent, Englandi er lokið með sigri Ítalans Guido Migliozzi, hann léki hringina þrjá á 215 höggum. Annar varð Jack Singh Brar frá Englandi á 216 högum og þriðji var Skotinn Bradley Neil 220 höggum. Okkar keppendur stóðu sig vel á mótinu en Anna Sólveig Snorradóttir úr Golfklúbbnum Keili hafnaði í 26.-32.sæti á 233 höggum. Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar hafnaði í 32.-33. sæti á 235 höggum. Til þess að sjá úrslitin í mótinu SMELLIÐ HÉR:
Colsaerts ánægður að spila aftur í Evrópu
Nicolas Colsaerts er yfir sig ánægður að vera aftur að spila á evrópskri grund, en hann tekur þátt í móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, KLM Open í Hollandi. Belgíska Ryder bikars stjarnan hefir skipt tíma sínum á milli móta á PGA Tour og Evrópumótaraðarinnar í ár, en þó mun meir í Bandaríkjunum. Hann er nú glaður að vera aftur kominn „heim.“ „Ég hef spilað í Bandaríkjunum og í raun ekki svo mikið hér (í Evrópu) og ég hef saknað þess og hlakka til mótanna í lok ársins og að spila velli sem ég þekki,“ sagði Colsaerts. „Þetta er líklega það mót sem er næst heimili mínu (í Belgíu) þannig að það Lesa meira
Inbee vonast eftir sögulegum sigri
Í dag hefst 5. risamót kvennagolfsins Evian Masters og er þetta í fyrsta sinn sem mótið verður spilað sem risamót. Markmið nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park eru tvö: að verja titil sinn og skrifa sig í sögubækurnar. Inbee ætlar að verða fyrsti atvinnukylfingurinn til þess að vinna 4 risamót á einu ári, sem er nokkuð sem ekki einu sinni Arnold Palmer, Annika Sörenstam eða Jack Nicklaus gátu afrekað. „Að sigra á 4 af 5 risamótum væri frábært afrek,“sagði Inbee í gær á blaðamannafundi. „Þegar ég fer úr húsi og fer eitthvert í Kóreu, þá hópast fólk að mér. Það er alveg eins og ég sé fræg.“ Þó Inbee Park Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jeff Sluman —— 11. september 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Jeffrey George (Jeff) Sluman. Sluman fæddist 11. september 1957 í Rochester, New York og er því 56 ára í dag. Hann átti heldur óvenjulegan feril. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1980. Meðan að flestir sigra á þegar þeir eru 20-30 ára þá vann Sluman ekki fyrsta mótið sitt fyrr en hann var 30 ára, en þá líka risamót þ.e. PGA Championship risamótið 1988. Jeff Sluman með Wanamaker Trophy 1988. Síðan gekk ekkert sérstaklega í 10 ár en í kringum 40 ára aldurinn fór Sluman að ganga vel og hann sigraði í hverju mótinu á fætur öðru. Sluman hefir alls sigrað í 15 mótum sem atvinnumaður, þar af 6 Lesa meira
Shevchenko með í Kharkov Superior Cup
Fyrrum framherji hjá AC Milan og Chelsea, Andriy Shevchenko, mun keppa ásamt fyrrum Ryder Cup liðsmanni í liði Evrópu, Oliver Wilson og fyrrum sigurvegara á Evrópumótaröðinni, Nick Dougherty á Kharkov Superior Cup á heimaslóðum í Úkraínu, en mótið er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni. „Þetta er fyrsta stóra golfmótið sem ég tek þátt í og auðvitað er þetta fyrsta mótið sem ég spila í , í Úkraínu þannig að þetta er stórt fyrir golfið í landinu,“ sagði Shevchenko m.a. í viðtali við Daily Telegraph. „Ég hef spilað með svo mörgum góðum kylfingum í Pro-Am mótum, en það er öðruvísi. Ég vona að ég spili vel… en ég vil bara eiga góðar stundir Lesa meira
Staðan á Duke of York á 2. degi
Öðrum keppnisdegi á Duke of York Young Champions Trophy er lokið, en mótið fer fram á Royal St. George´s Golf Club í Sandwich, Kent, Englandi. Okkar keppendur hafa staðið sig vel og er Anna Sólveig Snorradóttir úr Golfklúbbnum Keili í 12. sæti og Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er í 26. sæti. Anna Sólveig bætti sig um 1 högg frá því í gær, en hún lék á 76 höggum og er samtals búin að spila á 153 höggum (77 76). Aron Snær hefir samtals leikið á 158 höggum (78 80). Það var þéttur vindur á Royal St. George´s í dag eins og vera ber á þessum slóðum Lesa meira








