Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2013 | 20:00

Evróputúrinn: Jiménez efstur á KLM

Það er spæski kylfingurinn Miguel Ángel Jiménez, sem er efstur eftir 1. dag KLM Open, en mótið hófst í dag og er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Jiménez lék á 6 undir pari, 64 höggum fékk 8 fugla og 2 skolla.

Það er síðan 6 kylfingar sem eru á hælunum á Jiménez, aðeins 1 höggi á eftir, en það eru: Gary Orr, Pablo Larrazabal, Fabrizio Zanotti, Robert Allenby, Damien McCrane og David Howell.

Svíinn Oscar Floren er síðan einn í 8. sæti á 66 höggum. Sjá kynningu Golf 1 á Floren með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag KLM Open SMELLIÐ HÉR: