
Shevchenko með í Kharkov Superior Cup
Fyrrum framherji hjá AC Milan og Chelsea, Andriy Shevchenko, mun keppa ásamt fyrrum Ryder Cup liðsmanni í liði Evrópu, Oliver Wilson og fyrrum sigurvegara á Evrópumótaröðinni, Nick Dougherty á Kharkov Superior Cup á heimaslóðum í Úkraínu, en mótið er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni.
„Þetta er fyrsta stóra golfmótið sem ég tek þátt í og auðvitað er þetta fyrsta mótið sem ég spila í , í Úkraínu þannig að þetta er stórt fyrir golfið í landinu,“ sagði Shevchenko m.a. í viðtali við Daily Telegraph.
„Ég hef spilað með svo mörgum góðum kylfingum í Pro-Am mótum, en það er öðruvísi. Ég vona að ég spili vel… en ég vil bara eiga góðar stundir og njóta vikunnar.“
Í verðlaunafé á mótinu eru um €200,000 og mótið fer fram í Superior Golf and Spa Resort í Kharkov.
„Þessi völlur er ansi erfiður,“ sagði Shevchenko ennfremur, en hann var m.a. valinn knattspyrnumaður Evrópu árið 2004.
Þess mætti að lokum geta að eftir 3 keppnistímabil hjá Chelsea 2006-2009 þar sem hvorki gekk né rak, fluttist Shevchenko aftur heim til Úkraínu, þar sem hann gerði samning við fyrrum félag sitt Dynamo Kiev. Árið 2012 hætti hann í fótbolta og fór að skipta sér af pólitík, var m.a. í framboði fyrir Ukraina – Forward! (Sósíal Demókratana í Úkraínu) og tók m.a. 2. sæti á lista þeirra í Alþingiskosningum og studdi forsetaefni flokksins, Viktor Yanukovich. Fylgið við flokk Shevchenkos var aðeins 1,58% og náði flokkurinn engum þingsætum.
En nú er Sheva sem sagt farinn að spila golf og er bara býsna góður með 2 í forgjöf ……
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 00:10 LIV: Tilkynnt um leikmannahóp á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar – Brooks Koepka og Abraham Ancer meðal keppenda!
- júní. 22. 2022 | 22:00 Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 20:00 EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag
- júní. 22. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2022
- júní. 22. 2022 | 10:00 Ragnhildur og Perla Sól keppa í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu
- júní. 22. 2022 | 09:00 Brooks Koepka dregur sig úr Travelers
- júní. 21. 2022 | 20:00 GSÍ: Landslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni
- júní. 21. 2022 | 18:00 GSK: Drífið ykkur norður á Opna Fiskmarkaðsmótið!!!
- júní. 21. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Carly Booth –—— 21. júní 2022