Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2013 | 19:30

Evian Masters frestað

Evian Masters risamótinu var frestað til morguns, föstudagsins 13. september, en þá mun 1. hringur endurtekinn og hefjast að nýju og öll skor þurrkuð út frá því í dag.

Aðstæður til leiks voru algerlega óhæfar vegna úrhellisrigningar.  Leikar hefjast á morgun kl. 7:45 að staðartíma (5:45 að íslenskum tíma).

Heather Daly Donfrio varaforseti LPGA sagði að stefnt væri að því að spila 72 holur.

„Völlurinn var ansi blautur; það var bara of mikil rigning og það kom niður meira magn en nokkur trúði,“ sagði Cindy LaCrosse, sem var í forystu á 1 undir pari þegar leik var frestað.  „Green-in gátu bara ekki tekið við svona miklu vatni og ákvörðunin sem tekin var, var sú rétta. Vonandi verður það betra á morgun.“