Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2013 | 19:45

Staðan á Duke of York á 2. degi

Öðrum keppnisdegi á Duke of York Young Champions Trophy er lokið, en mótið fer fram á Royal St. George´s Golf Club í Sandwich, Kent, Englandi.

Okkar keppendur hafa staðið sig vel og er Anna Sólveig Snorradóttir úr Golfklúbbnum Keili í 12. sæti og Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er í 26. sæti.

Anna Sólveig bætti sig um 1 högg frá því í gær, en hún lék á 76 höggum  og er samtals búin að spila á 153 höggum (77 76).

Aron Snær hefir samtals leikið á 158 höggum (78 80).

Það var þéttur vindur á Royal St. George´s í dag eins og vera ber á þessum slóðum  og því erfiðar aðstæður, sem kylfingarnir þurftu að glíma við.

Ítalinn Guido Migliozzi hefur leikið best allra á mótinu en hann lék frábært golf í dag þegar hann spilaði völlinn á 70 höggum eða á pari.

Guido leiðir mótið með fjórum höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á The Duke of York Young Champions Trophy SMELLIÐ HÉR: