Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2013 | 20:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og The Royals í 2. sæti í Anderson!!! – Stefanía Kristín og The Falcons í 7. sæti!!!

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og félagar í  The Royals, golfliði Queens háskólans tóku þátt í Anderson Invitational í Anderson, Suður-Karólínu, dagana 9.-10. september, en mótinu lauk í fyrradag.

Íris Katla spilaði á samtals 156 höggum (82 74) og var 8 högga sveifla á henni til hins betra seinni daginn.

Skor Írisar Kötlu upp á 74 högg er besta skor hennar til þessa  í bandaríska háskólagolfinu!!!

Hún var á 4. besta skori liðs síns og taldi það því, en The Royals urðu í 2. sæti í liðakeppninni!!!

Sjá má skemmtilega umfjöllun um Írisi Kötlu og Anderson mótið á heimasíðu Queens, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2013 tók einnig þátt í mótinu og varð í 23. sæti í einstaklingskeppninni á skori upp á 168 högg (83 85). Skor hennar taldi líka en hún var á 3.-4. besta skori liðs síns, The Falcons, sem urðu í 7. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Írisar Kötlu og the Royals er 28. september n.k. en næsta mót Stefaníu Kristínar og the Falcons er 30. september n.k.

Sjá má úrslitin í Anderson Invitational með því að SMELLA HÉR: